Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2022 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna á besta skori Arlington á ORU Spring Inv.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í Texas Arlington tóku þátt í ORU Spring Invitational háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 11.-12. apríl í The Club at Indian Springs, Broken Arrow, Oklahoma. Þátttakendur voru 62 frá 12 háskólum. Heiðrún Anna var á besta skorinu í liði sínu og hafnaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni á 5 yfir pari, 221 höggi (75 71 75). Arlington varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á ORU Spring Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Heiðrúnar Önnu & félaga í Arlington verður 17.-19. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2022 | 18:00

Katrín Embla með ás á Iberostar Real Novo Sancti Petri

Katrín Embla Hlynsdóttir GOS, fór holu í höggi á 16. holu á Iberostar Real Novo Sancti Petri Golf Club á Spáni, 8. apríl sl. Sextánda holan er par-3 127 metra af rauðum teigum. Það var sjálfur Seve, sem hannaði A og B vellina á Iberostar. Þetta er fyrsti ás hinnar 14 ára Katrínu Emblu og í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu hennar fær ás. Það er reyndar með ólíkindum að föður hennar, Hlyni Geir Hjartarsyni, framkvæmdastjóra GOS, golfkennara og afrekskylfings með meiru og eldri systur hennar, Heiðrúnu Önnu, sem spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði Texas Arlington, skuli ekki hafa ratast á að slá draumahöggið. Golf 1 óskar Katrínu Emblu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Laufey Sigurðardóttir – 13. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Laufey Sigurðardóttir. Anna Laufey er fædd 13. apríl 1962 og á því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Önnu Laufey til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Anna Laufey Sigurðardóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, (f. 13. apríl 1891– d. 16. september 1977- Einn fremsti kvenkylfingur Breta); Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (93 ára); Sigurgeir Marteinsson, GK, 13. apríl 1949 (73 ára); Lára Valgerður Júlíusdóttir, 13. apríl 1951 (71 árs);  Jónína Ragnarsdóttir, 13. apríl 1953 (69 ára); Anna Laufey Sigurdardóttir, 13. apríl 1962 (60 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2022 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar í 4. sæti á Redhawk Inv.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver University tóku þátt í Seattle University Redhawk Invitational. Mótið fór fram á University Place, í Washington. Þátttakendur voru 108 frá 18 háskólum. Hulda Clara varð T-21 í einstaklingskeppninni, en lið hennar Denver í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna i Redhawk Inv með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Huldu Clöru er 24.-26. apríl í Kansas.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2022 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn sigraði á 2022 Shark Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í „The Salukis“, karlagolfliði Southern Illinois University, tóku þátt í 2022 Shark Inv. Mótið fór fram dagana 11.-12. apríl í Brooklyn CC, í Old Brookville, í New York. Þátttakendur voru 56 frá 8 háskólum. Birgir Björn sigraði í mótinu á 3 undir pari, 210 höggum (70 70 70). Stórglæsilegur!!! Sjá má umfjöllun um Birgi Björn á vefsíðu Southern Illinois með því að SMELLA HÉR:  Lið Southern Illinois varð í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna 2022 Shark Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Birgis Björns og The Salukis er 24.-26. apríl n.k. í Kentucky.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í 10. sæti á Wofford Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA og félgar í Western Carolina háskólanum (WCU) tóku þátt í Wofford Invitational háskólamótinu. Þátttakendur voru 95 frá 18 háskólum. Tumi Hrafn og félagar í WCU urðu í 10. sæti í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni varð Tumi T-62; lék á samtals 225 höggum (71 73 81). Sjá má lokastöðun á Wofford Inv með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Tuma og félaga er 22.-24. apríl n.k.  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðný Jónsdóttir og Harry Higgs – 12. apríl 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Guðný Jónsdóttir og Harry Higgs. Guðný er fædd 12. apríl 1961 og á því 61 árs afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðný Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Harry Higgs er fæddur 12. apríl 1991 og á því 31 árs afmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Higgs með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristjana Andrésdóttir, 12. apríl 1957 (65 ára); Guðrún Björg Egilsdóttir; 12. apríl 1963 (59 ára); Donna Andrews, 12. april 1967 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2022 | 19:00

Masters 2022: Tiger þakklátur

Tiger Woods hlaut lófaklapp frá áhorfendum á 18. braut Augusta National í gær. Jafnvel félagar hans á PGA Tour biðu hans fyrir utan klúbbhúsið. Þetta minnir á þegar hann sigraði á Masters fyrir 3 árum. Þó Tiger hafi ekki bætt við 82 sigra sína á PGA Tour eða risamótssigra sína 15, þá taldi hann árangur sinn á Masters í ár eitt stærsta afrek ferilsins. Tiger lauk keppni á Masters með skor upp á 13 yfir pari, 301 högg (71 74 78 78) Tiger sagði að fáir skildu hversu erfitt það var fyrir hann að spila í vikunni.. Aðeins örfáir hafa séð hvernig hægri fótleggurinn hans, sá sem brotnaði í eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 27 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 23:35

Hver er kylfingurinn: Scottie Scheffler?

Masters risamótsmeistari og heimsmeistari í holukeppni 2022 er Scottie Scheffler.  Hver er eiginlega þessi viðkunnanlegi kylfingur? Scottie Scheffler fæddist 21. júní 1996 í Dallas, Texas og er því aðeins 25 ára. Hann veit það líklegast ekki, en Scottie á sama afmælisdag og íslenska golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og aðrir frábærir kylfingar m.a. Matt Kuchar, William McGirt, Sang Moon-Bae og Carly Booth og því virðist 21. júní vera afmælisdagur mikilla kylfinga! Foreldrar hans eru Scott og Diane Scheffler og Scottie á 3 systur: Söru, Molly og Callie Scheffler. Scottie var í Highland Park High School og síðan í bandaríska háskólagolfinu þ.e. lék með liði The University of Texas at Austin. Scottie Lesa meira