Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 23:35

Hver er kylfingurinn: Scottie Scheffler?

Masters risamótsmeistari og heimsmeistari í holukeppni 2022 er Scottie Scheffler.  Hver er eiginlega þessi viðkunnanlegi kylfingur?

Scottie Scheffler fæddist 21. júní 1996 í Dallas, Texas og er því aðeins 25 ára. Hann veit það líklegast ekki, en Scottie á sama afmælisdag og íslenska golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og aðrir frábærir kylfingar m.a. Matt Kuchar, William McGirt, Sang Moon-Bae og Carly Booth og því virðist 21. júní vera afmælisdagur mikilla kylfinga!

Foreldrar hans eru Scott og Diane Scheffler og Scottie á 3 systur: Söru, Molly og Callie Scheffler.

Scottie var í Highland Park High School og síðan í bandaríska háskólagolfinu þ.e. lék með liði The University of Texas at Austin.

Scottie útskrifaðist frá Austin háskóla 2018 með gráðu í fjármálafræði (ens: finance) og gerðist þegar að loknu háskólanámi atvinnumaður í golfi.

Scottie brilleraði þegar í menntaskóla vann t.a.m. þrisvar sinnum í Texas State mótum, en Jordan Spieth er eini kylfingurinn, fyrir utan Scottie, sem hefir tekist það.

Scottie Scheffler spilaði í Opna bandaríska risamótinu 2017 og var með lægsta skor áhugamanns.

Scottie, eins og svo margir atvinnukylfingar í Bandaríkjunum styður góð málefni og styrktarmálefni hans eru krabbameinssjúk börn „Triumph Over Kid Cancer.“ Frábært að hafa svona góðan kylfing styðja svona verðugt verkefni!!!

Scottie Scheffler komst á Korn Ferry Tour 2019 og á nýliðaári sínu sigraði hann þegar í 2 mótum á mótaröðinni: Evans Scholars Invitational og Nationwide Children’s Hospital Championship og það var ástæðan fyrir að hann komst á bestu karlmótaröð í heimi aðeins 23 ára!!

Scottie hefir nú sigrað í 3 skipti á PGA Tour og hafa allir sigrar hans unnist á þessu ári. Hann hefir sigrað á: WM Phoenix Open, 13. febrúar 2022; Arnold Palmer Invitational 6. mars 2022 og nú í dag, 27. mars 2022 er hann heimsmeistari í holukeppni!

Scottie er kvæntur kærustu sinni til margra ára; Meredith Scudder, en þau tvö giftust í desember 2020.