Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í 10. sæti á Wofford Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA og félgar í Western Carolina háskólanum (WCU) tóku þátt í Wofford Invitational háskólamótinu.

Þátttakendur voru 95 frá 18 háskólum.

Tumi Hrafn og félagar í WCU urðu í 10. sæti í liðakeppninni.

Í einstaklingskeppninni varð Tumi T-62; lék á samtals 225 höggum (71 73 81).

Sjá má lokastöðun á Wofford Inv með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Tuma og félaga er 22.-24. apríl n.k.