Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2022 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn sigraði á 2022 Shark Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í „The Salukis“, karlagolfliði Southern Illinois University, tóku þátt í 2022 Shark Inv.

Mótið fór fram dagana 11.-12. apríl í Brooklyn CC, í Old Brookville, í New York.

Þátttakendur voru 56 frá 8 háskólum.

Birgir Björn sigraði í mótinu á 3 undir pari, 210 höggum (70 70 70). Stórglæsilegur!!!

Sjá má umfjöllun um Birgi Björn á vefsíðu Southern Illinois með því að SMELLA HÉR: 

Lið Southern Illinois varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna 2022 Shark Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Birgis Björns og The Salukis er 24.-26. apríl n.k. í Kentucky.