Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2022 | 18:00

Katrín Embla með ás á Iberostar Real Novo Sancti Petri

Katrín Embla Hlynsdóttir GOS, fór holu í höggi á 16. holu á Iberostar Real Novo Sancti Petri Golf Club á Spáni, 8. apríl sl.

Sextánda holan er par-3 127 metra af rauðum teigum.

Það var sjálfur Seve, sem hannaði A og B vellina á Iberostar.

Þetta er fyrsti ás hinnar 14 ára Katrínu Emblu og í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu hennar fær ás.

Það er reyndar með ólíkindum að föður hennar, Hlyni Geir Hjartarsyni, framkvæmdastjóra GOS, golfkennara og afrekskylfings með meiru og eldri systur hennar, Heiðrúnu Önnu, sem spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði Texas Arlington, skuli ekki hafa ratast á að slá draumahöggið.

Golf 1 óskar Katrínu Emblu til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!