Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Ómar Pálsson – 17. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Ómar Pálsson. Helgi Ómar er fæddur 17. apríl 1962 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Helgi Ómar býr á Akureyri og er kvæntur Þuríði Sigurðardóttur og á 2 börn og 1 barnabarn. Komast má á facebook síðu Helga Ómars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Ómar Pálsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (61 árs); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (60 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), Lesa meira
PGA: Harold Varner III efstur e.. 3. dag RBC Heritage
Það er Harold Varner III, sem leiðir eftir 3. dag RBC Heritage. Varner III er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 202 höggum (67 72 63). Það er einkum glæsilegur 3. hringur Varner III, sem kemur honum í forystu eftir 3. hring. Í 2. sæti eru Shane Lowry, Erik Van Rooyen og Patrick Cantlay; allir einu höggi á eftir, á samtals 10 undir pari, hver. Sjá má stöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (16/2022)
GOLF!!! It’s a funny old game!!! Golf! You hit down to make the ball go up. You swing left and the ball goes right. The lowest score wins. And on top of that, the winner buys the drinks.
Afmæliskylfingur dagsins: Björn Garðarsson — 16. apríl 2022
Það er Björn Garðarsson eða Bjössi Garðars, eins og hann er nefndur, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bjössi er fæddur 16. apríl 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Komast má á facebook síðu Bjössa hér að neðan Bjössi Garðars, GS – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (60 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (52 ára); Charlotta Sörenstam, 16. apríl 1973 (49 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (38 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (37 ára); Doug Ghim, 16. apríl 1996 (26 Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Spieth tafðist á 2. hring RBC vegna hreindýrs
Jordan Spieth tafðist á 2. hring sínum á RBC Heritage vegna hreindýrs, sem hljóp inn á völlinn þegar hann var að fara að slá. Hreindýrið var nú ekki í ráshóp Spieth þegar hann hóf 2. hring sinn! Þegar dýrið kom hlaupandi inn á völlinn var Spieth T-30 og samtals 2 undir pari. Hann var að búa sig undir 2. högg sitt á 8. braut þegar hreindýrið hljóp inn á völlinn. Eftir að hafa hlaupið aðeins um völlinn og m.a. alla hliðarsandglompuna sneri það við og hljóp aftur inn í skóginn. Sjá má atvikið m.a. á Twitter reikningi PGA Tour með því að SMELLA HÉR: Spieth er nú T-8 á RBC Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar sigruðu á Frontier Conference meistaramótinu
Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á Frontier Conference Championship. Mótið fór fram dagana 11.-13. apríl 2022 í Banbury golfklúbbnum í Boise, Idaho. Liðið með Daníel innnborðs sigraði í liðakeppninni. Daníel varð í 4. sæti í háskólamótinu í einstaklingskeppninni. Sjá má lokastðuna á Frontier Canference meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Daníels Inga og félaga er NAIA National Championship, sem fram fer 17.-20. apríl n.k.
PGA: Cantlay leiðir í hálfleik á RBC Heritage
Það er Patrick Cantlay, sem leiðir í hálfleik á móti vikunnar á PGA Tour; RBC Heritage. Cantlay hefir spilað á samtals 9 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti er Robert Streb, á 7 undir pari 135 höggum (67 68). Fimm kylfingar deila síðan 3. sæti, einu höggi á eftir, en það eru: Erik van Rooyen, Aaron Wise, Cameron Tringale, Cameron Young, forystumaður 1. dags og Joel Dahmen. Mótið fer fram dagana 14.-17. apríl og er mótsstaður að venju Hilton Head í S-Karólínu. Sjá má stöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Patrick Cantlay
Afmæliskylfingur dagsins: Sjöfn Sigþórsdóttir – 15. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Sjöfn Sigþórsdóttir. Sjöfn er fædd 15. apríl 1956 og á því 66 ára afmæli í dag! Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sjöfn til hamingju með merkisafmælið Sjófn Sigþórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. apríl 1954 (68 ára); Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (67 ára); Hans Henttinen, 15. apríl 1960 (62 ára); Samúel Ingi Þórarinsson, 15. apríl 1960 (62 ára); Agla Hreiðarsdóttir, 15. apríl 1960 (62 ára); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (57 ára); Suzy Green, spilaði á LPGA, 15. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur lauk keppni á Tiger Inv.
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og félagar í Missouri University (The MU Tigers) tóku þátt í Tiger Inv. Mótið fór fram dagana 11.-12. apríl 2022 í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Dagbjartur spilaði sem einstaklingur í þetta sinn og varð T-53 í mótinu; lék á samtals 224 höggum (79 71 74). Liðið MU Tigers, félagar Dagbjarts, sigruðu í mótinu í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Tiger Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót MU Tigers er 20-24. apríl n.k. í Georgíu.
Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2022
Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 77 ára afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 98 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (75 ára STÓRAFMÆLI!!!); Valgeir Þórisson, 14. apríl 1961 (61 Lesa meira










