Masters 2022: Hvað var í sigurpoka Schefflers?
Eftirfarandi verkfæri voru í pokanum hjá meistara Scottie Scheffler þegar hann sigraði á Masters risamótinu 2022: Dræver: TaylorMade Stealth Plus (8°) Skaft: Fujikura Ventus Black 7 X 3-tré: TaylorMade Stealth Plus (16.5° @15) Skaft: Fujikura Ventus Black 8 X Utility járn: Srixon Z U85 (3) Skaft: Nippon Pro Modus3 Hybrid Tour X Járn: Srixon ZU85 (4), TaylorMade P7TW (5-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM8 (50-12F, 56-14F, 60-06K) Shafts: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 Pútter: Scotty Cameron Special Select Timeless Tourtype GSS Prototype Bolti: Titleist Pro V1 Grip: Golf Pride Tour Velvet
Masters 2022: Scottie Scheffler sigraði!!!
Það var Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem sigurvegari á Masters 2022!!! Þetta telst vera 4. PGA Tour sigur hans, en þetta er fyrsti sigur hans á risamóti. Sigurskor Scheffler var 10 undir pari 278 högg (67 69 71 71). Sjá má lokharing Scheffler með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti varð Rory McIlroy á nýju mótsmeti á lokahring, ótrúlegum 64 höggum!!! Samtals lék Rory á 7 undir pari, 281 höggi (73 73 71 64). Þriðja sætinu deildu þeir Cam Smith og Shane Lowry; á samtals 5 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar T-6 á The Aggie Inv.
Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas háskólanum tóku þátt í The Aggie Invitational. Mótið fór fram dagana 9.-10. apríl í Traditions Club, í Bryan, Texas. Þátttakendur voru 75 frá 12 háskólum. Hlynur lék á samtals 22 yfir pari (72 88 78) og varð T-56. Lið North Texas varð T-6 og var Hlynur á 4. besta skori liðsins. Sjá má lokastöðuna á The Aggie Inv með því að SMELLA HÉR: Næsta mót North Texas er 25.-28. apríl n.k. en það er Conference USA Championship í Texarkana, Texas.
Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 3. sæti á Redbird Inv.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í „The Huskies“, golfliði Northern Illinois University (skammst.: NIU) tóku þátt í Redbird Invitational. Mótið átti að fara fram dagana 8.-9. apríl 2022, en var stytt úr 3. hringja móti sem það átti að vera í tveggja hringja mót. Mótsstaður var Weibring golfklúbburinn í Normal, Illinois. Jóhanna Lea lék fyrstu tvo hringina á samtals 157 höggum (78 79). Hún varð T-27 af 59 þátttakendum mótsins. Sjá má lokastöðuna á Redbird Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót „The Huskies“ er MAC Championship, sem fram fer 22.-24. apríl n.k. í Stone Oak Country Club, í Toledo, Ohio.
Masters 2022: Rory með frábæran lokahring – Sló met!
Rory er greinilega að gefa allt í að ná „Career Grand Slam“! Hann átti hreint ótrúlegan lokahring á Masters, lék á 8 undir pari, 64 glæsihöggum. Þetta er lægsti 18 holu hringur í sögu Masters, en metið átti Ken Venturi, á 1. hring árið 1956, sem hann spilaði á 66 höggum. Lægstu 4. hringir í sögu Masters hingað til, hafa verið tveir, hringur sem Frank Stranahan átti 1947 upp á 68 högg og annar upp á 68 högg þ.e. þegar Romain Langasque jafnaði metið árið 2016. Rory slær nú þessi frábæru met. Samtals lauk hann Masters 2022 á 7 undir pari, (73 73 71 64). Lokahringur hans var „hreinn“ og Lesa meira
Masters 2022: Eitt flottasta mómentið á lokahringnum hjá Scheffler
Eitt allra flottasta mómentið hjá Scottie Scheffler á lokahringnum á Masters var á 3. braut Augusta (Flowering Peach). Þetta er par-4 u.þ.b. 320 metra braut. Bæði Scottie og Cam Smith voru í vandræðum eftir upphafshögginn, en hvorugur var á braut. Þar að auki var Cam búinn að fá tvo fugla meðan Scottie var „bara“ á pari. Cam ætlaði sko að mæta ákveðinn til leiks og taka þetta snemma á hringnum. Flötin er upphækkuð og Scottie hitti hana þannig í 2. og aðhöggi sínu að boltinn rúllaði niður hæðina. Hann þurfti því að chippa …. og viti menn boltinn fór beint ofan í ….. gæsahúðarmóment!!! Cam fékk skolla á þessa braut. Lesa meira
Masters 2022: Lokahollið farið út – Munurinn á Cam og Scottie ekki nema 2 högg strax e. 1 holu
Lokahollið á 1. risamóti ársins er farið út – Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum g. Cameron Smith frá Ástralíu. Annar hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari á Masters. Það yrði sögulegur sigur ef Cam Smith myndi sigra, því hann yrði þá aðeins 2. Ástralinn til þess að sigra í mótinu, frá því að Adam Scott tókst það fyrstum Ástrala, árið 2013. Strax á 1. holu (Tea Olive) sem er par-4 tókst Cam Smith að saxa á forskot Scottie, þar sem hann fékk fugl en Scottie var á parinu. Á 2. holu (Ping Dogwood) sem er par-5 var sama upp á teningnum, Cam Smith fékk fugl en Scottie var á parinu. Munurinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Þórðarson – 10. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Þórður Þórðarson. Hann er fæddur 10. apríl 1972 og á 50 ára afmæli í dag! Þórður er knattspyrnuþjálfari ÍA á Akranesi og í Golfklúbbnum Leyni (GL). Hann spilar af og til golf milli þess sem hann þjálfar hjá ÍA. Þórður er kvæntur Írisi Björgu Þorvarðardóttur og á 3 börn: Þórð, Stefán Teit og Katrínu. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Þórður Þórðarson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (73 ára); Sverrir Haraldsson, 10. apríl 1951 (71 árs); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 Lesa meira
Járnasett sem Tiger notaði til að vinna 4 risamót seldist f. $ 5 milljónir
Meðan Tiger Woods er nú að keppa í fyrsta móti sínu, í yfir 500 daga, þá seldist járnasett, sem hann notaði til þess að sigra í 4 risamótum í röð á árunum 2000 – 2001, fyrir metverð á uppboði. Titleist 681-T járnsettið sem hjálpaði Tiger að vinna það sem gengur undir nafninu „The Tiger Slam“ seldist á $5.156.162 á Golden Age uppboði. Verðið sem fékkst fyrir settið sló út fyrra met hvað snertir golfminnisgripi, en það var þegar græni jakkinn hans Horton Smith seldist árið 2013, fyrir 682.000 dollara. Eigandi járnasetts Tigers var Todd Brock, einkafjárfestir frá Houston, Texas. Hann sagði að andvirði járnanna myndi renna til stofnunar hans. Brock keypti Lesa meira
Masters 2022: Scheffler heldur forystunni – Smith saxar á á 3. degi
Staðan á Masters er nú æsispennandi. Scottie Scheffler heldur enn forystu – lék í dag á 1 undir pari, 71 höggi á 3. hring Samtals er Scheffler búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (69 67 71). Cameron Smith er búinn að saxa heldur betur á forskot Scottie, nú munar aðeins 3 höggum á þeim, en Smith er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 210 höggum (68 74 68). Á 3. hring lék hann á 4 undir pari og var á besta skori dagsins. Hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari Masters á morgun? Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR:










