Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2022 | 19:00

Masters 2022: Tiger þakklátur

Tiger Woods hlaut lófaklapp frá áhorfendum á 18. braut Augusta National í gær. Jafnvel félagar hans á PGA Tour biðu hans fyrir utan klúbbhúsið. Þetta minnir á þegar hann sigraði á Masters fyrir 3 árum. Þó Tiger hafi ekki bætt við 82 sigra sína á PGA Tour eða risamótssigra sína 15, þá taldi hann árangur sinn á Masters í ár eitt stærsta afrek ferilsins.

Tiger lauk keppni á Masters með skor upp á 13 yfir pari, 301 högg (71 74 78 78)

Tiger sagði að fáir skildu hversu erfitt það var fyrir hann að spila í vikunni.. Aðeins örfáir hafa séð hvernig hægri fótleggurinn hans, sá sem brotnaði í eins bílslysi í fyrra, lítur út undir buxnafæti hans. Þetta er „hrollvekjandi“ sjón skv. Tiger. Enn færri sáu öll ísböð og batavinnuna, sem var nauðsynlegt til að púsla Woods saman aftur fyrir hverja umferð á Augusta National.

Það var erfitt. Það var erfitt,“ sagði Tiger. „Ég á þá daga þar sem ég vil bara ekki gera neitt. Mig verkjar þá allsstaðar.

Tiger barðist gegn sársaukanum allt mótið. Hann þáði ekki golfbíl fór fótgangandi um hæðóttan golfvöll Augusta og spilaði alla fjóra hringina á Mastersmótinu, kláraði 72 holur á meðan sumir af yngri, heilbrigðari keppendum náðu ekki niðurskurði.

Gleymið skori hans. Mér er alveg sama um það. Hann (Tiger) segir það kannski ekki við fjölmiðla, en maður ætti bara að gleyma þessu skori, ekki satt? Þetta veitir innblástur“ sagði Bubba Watson.Ég græt bara þegar ég sker mig á pappír. Fyrir hann að geta gengið og náð niðurskurðinum er ansi stórkostlegt.

Bubba Watson var þarna þegar Tiger gekk af 18. flöt sunnudagsins, stoppaði hann til að knúsa hann og sagði: „Ég er stoltur af þér.“ Bryson DeChambeau var þar líka, þrátt fyrir að missa af Masters niðurskurðinum.

Staðreynd er að Tiger kláraði Masters 2022 á 13 yfir pari, 301 höggi. Þetta er hæsta skor hans í Masters móti og fer 8 höggum yfir næsthæasta skorið. Þetta var líka næsthæsta 72 holu skor hans á ferli Tigers. En skorið eitt segir ekki alla söguna.

Ég held að fólk skilji þetta ekki til fulls,“ sagði Tiger. „Fólkið sem stendur mér nærri skilur það. Þau hafa séð það. Nokkrir af leikmönnunum sem standa mér nærri hafa séð það og hafa séð sumar myndirnar og hlutina sem ég hef þurft að þola. Þeir hafa líklega meiri skilning á þessu en nokkur annar, vegna þess að þeir vita hvað þarf til að gera þetta hérna úti á þessu stigi.

Það er eitt að spila með syni mínum í skemmtimóti, en það er allt annar veruleiki að spila í risamóti. Þetta hefur verið erfiður vegur og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að ganga hann. Það er margt sem hefði getað farið á annan veg, en eftir 14 mánuði get ég tíað upp og spilað á Masters.“

Tiger sagðist líka vera þakklátur fyrir tækifærið.

Ég er það (þakklátur). Ég er það í alvörunni. Ég er það svo sannarlega. Bara til að komast á þennan stað,“ sagði hann. „Bara að geta spilað, og ekki bara spila, heldur lagði ég upp góðan fyrsta hring. Ég kom mér þangað. Ég er ekki alveg með það þrek sem ég hefði viljað hafa, en vissi ekki einu sinni fyrir nokkrum vikum hvort ég gæti spilað í þessu móti.“

Ég held að þetta hafi verið jákvætt, en ég á mikla vinnu fyrir höndum og hlakka til hennar.

Woods staðfesti við Sky Sports að hann muni koma til með að spila á Opna breska á St. Andrews, í júlí. Margir töldu að það myndi vera staðurinn, þar sem hann myndi snúa aftur til keppnisgolfs, vegna tiltölulega slétts landslags á linksaranum, þar sem Tiger sigraði tvo af þremur Opna bresku titlum sínum. Hann sagði að staða hans fyrir PGA Championship risamótið, sem fram fer á Southern Hills í næsta mánuði væri óviss. Tiger sigraði á PGA Championship, á Southern Hills, árið 2007.

Ég held að ég verði að taka mér nokkra daga í viðbót til að jafna mig eftir þetta (Masters),“ sagði hann, „en ég sný aftur eftir það og ég mun koma mér í gírinn.