GV: Tilkynning til skráðra í Guinot-mótið
Keppendur sem skráðir eru til leiks í Guinot Open kvennamótið sem haldið verður í Eyjum 20.júní nk. Kæru keppendur Fullt er orðið í mótið og langur biðlisti kominn, er hér með farið fram á það að þeir sem skráðir eru til leiks greiði staðfestingargjald kr. 3,000,- Sem fyrst og eigi síðar en 5.júní nk. Leggja má inn á reikning GV 0582-26-2550 Kt. 580169-7759 Frekari upplýsingar veitir Elsa Valgeirs sími 8932363 golf@eyjar.is
PGA: Rory sigraði á Wells Fargo
Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy sigraði á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, Charlotte, N-Karólínu í gær. Alls spilaði Rory á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 67 61 69). Sigur hans var sannfærandi því hann átti 7 högg á næstu keppendur þá Webb Simpson og Patrick Rodgers, sem léku báðir á samtals 14 undir pari. Rory bætti heildarmetskorið í mótinu um 5 högg. Þetta er 2. sigur hans á Wells Fargo og 11 sigur hans á PGA Tour. Sjá má lokastöðuna á Wells Fargo með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Wells Fargo mótsins með því að SMELLA HÉR:
GK: Vikar sigurvegari hreinsunarmóts Keilis!
Frábær mæting var á Hreinsunarmót Golfklúbbsins Keilis, sem haldið var í gær laugardaginn, 16. maí 2015; þátttakendur voru 80 en aðeins 32 skiluðu inn skorkortum. Golf 1 var á staðnum og má sjá eftirfarandi myndir úr mótinu SMELLIÐ HÉR: Úrslitin voru annars eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Vikar Jónasson lék Hvaleyrina á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum!!! Punktakeppni: 1. sæti Vikar Jónasson, 40 punktar 2. sæti Karl Ólafur Karlsson, 38 punktar (20 punktar á seinni 9) 3. sæti Benedikt Árni Harðarson, 38 punktar (17 punktar á seinni 9) Sjá má úrslitin í heild á golf.is með því að SMELLA HÉR: Segja má að veðrið hafi leikið við Keilismenn á þessum Lesa meira
Hreinsunarmót Keilis – Opnun vallar 16. maí 2015 – Myndasería
Evróputúrinn: James Morrison sigurvegari Opna spænska!
Það var Englendingurinn James Morrison, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna spænska. Morrison lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 71 68 69). Í 2. sæti varð heimamaðurinn Miguel Ángel Jiménez, sem m.a. vann sér inn 288 Mahou bjóra í mótinu fyrir að fara holu í höggi! Jiménez lék á samtals 6 undir pari 282 höggum og var því 4 höggum á eftir Morrison. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Opna spænska SMELLIÐ HÉR:
Fyrsti örn ársins hjá Berglindi!
Hún Berglind Þórhallsdóttir, GR, brá sér í golf á nýopnaðri Korpunni, en Korpan opnaði í gær með pompi og pragt og glæsilegu innanfélagsmóti sem um 170 manns tóku þátt í. Berglind fékk örn á 4. holu Korpunnar. Um það skrifaði hún á facebook síðu sinni: „Fyrsti örninn í golfi kominn í hús 🙂 Gerðist á fjórðu holunni á Korpu í morgun, sá boltann ekki rúlla í holuna þar sem að ég hætti að horfa þegar ég sá að hann var komin inn á flöt en okkar frábæru spilafélagar sáu það 🙂 Trúði þessu samt ekki fyrr en ég sá boltann í holunni!„ Golf 1 óskar Berglindi til hamingju með glæsiörninn!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu undanfarin ár og má sjá myndir af henni úr því móti, hér að neðan: Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ólöfu Ástu til hamingju með daginn: Ólöf Ásta Farestveit (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (36 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982 (33 Lesa meira
NK: Guðmundur Örn sigraði í ECCO forkeppninni
Fyrsta mót sumarsins, ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í gær, 16. maí 2015. ECCO mótið er innanfélags-mót og er eins og venjulega sjálfstætt mót, en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbb-meistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í gær. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur framan af morgni og buðu uppá hægviðri og sól. Þegar líða tók á daginn dró þó fyrir um leið og það bætti töluvert í vindinn. Kylfingur mótsins var Guðmundur Örn Árnason, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í mótinu Lesa meira
GKG: 100 manns á hreinsunardegi – Myndir
Það voru um 100 manns mættir á hreinsunardegi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) í gær. Að sögn var sönn GKG stemning og á eftir bauð Siggi Vert öllum upp á eðal lambarétt de la classe! Búið er að reisa bráðabrigða klúbbhús s.s. sjá má á mynd Golf 1 hér að ofan. Óhætt að segja að allir hafi skemmt sér, þótt erfiðað hafi verið við að koma Leirdalsvelli í sem best horf! Sjá má myndir frá hreinsunardeginum með því að SMELLA HÉR:
GK: Keiliskonur í Englandi
Það er ekki óalgengt að Íslendingar fari í hópum til annarra landa til að spila golf. Oftar en ekki eru þetta karlvinahópar, sem fara saman í árlega ferð til Spánar, Flórída eða Skotlands, eða staða sem þekktir eru fyrir ríka golfmenningu. Það er ekki eins algengt að konur taki sig saman og ferðist erlendis til þess að spila golf. Þar sem karlarnir sameina oft golf og fótbolta geta konurnar t.a.m. sameinað golf og verslunar- og/eða menningarferð. Möguleikarnir óteljandi! Það er búið að vera fjör í ferð Keiliskvenna til Englands, en þessar hressu konur á meðfylgjandi mynd léku Shendish Manor Hotel & Golf Course í gær, í Apsley í Hertfordskíri. Ef Lesa meira










