GO: Helga, Jóhanna Dröfn, Einar og Rögnvaldur sigruðu á Opnunarmóti Odds
Urriðavöllur opnaði með glæsilegu opnunarmóti sem fram fór 16. maí 2015. Um 170 kylfingar tóku þátt í mótinu og voru margir kylfingar að leika fínt golf. Í höggleik karla var það Rögnvaldur Magnússon sem lék best eða á 72 höggum (+1) og varð tveimur höggum betri en næstu kylfingar. Í kvennaflokki var það Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir sem lék best eða á 88 höggum. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1. sæti Helga Hermannsdóttir 37 punktar 19 á seinni 2. sæti Rósa Pálína Sigtryggsdóttir 37 punktar 16 á seinni 3. sæti Jóhann Dröfn Kristinsdóttir 36 Lesa meira
Opnunarmót Urriðavallar – 16. maí 2015 – Myndir
LPGA: Delacour efst á Kingsmill
Franski kylfingurinn Perrine Delacour er efst á Kingsmill Championship eftir 3. keppnisdag. Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari, 202 höggum (67 68 67). Í 2. sæti er forystukonan e. 2. dag, nýliðinn snjalli Alison Lee, sem er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari. Í 3. sæti eru síðan 3 kylfingar: Mijee Lee, So Yeon Ryu og Paula Creamer; allar á samtals 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill e. 3. dag SMELLIÐ HÉR:
GÞH: Úrslit úr Olís Open
Laugardaginn 16. maí fór fram texas scramble mót að Hellishólum, nefnt Olís Open. Eftirfarandi eru úrsltin úr því: 1. sæti Litlu byssurnar 66 högg 2*40 þús. 2. sæti Birde Bræður 66 högg 2* 25 þús. 3. sæti Chelsea 67 högg 2*15 þús. Nándarverðlaun: Næstur holu á 3 braut Svanur og Ingvar 2*borvélar + pólu bolir. Næstur holu á 17 braut Sveinn Andri 2 * goskassi. Næstu holu á 14 braut Björn Bjarnason 2 * rauðvín.
PGA: Rory á 61 og leiðir
Rory McIlroy sló vallarmetið á Quail Hollow á 3. hring Wells Fargo mótsins í dag. Rory átti fyrra metið 62 högg, sem jafnað var af Brendon De Jonge í fyrra. Rory þurfti aðeins 2 fugla á síðustu 2 holurnar til þess að brjóta 60, þ.e. spila á töfratölunni 59, en því var ekki ætlað að verða – hann lék síðustu tvær holurnar á pari. Rory lék á 11 undir pari, 61 höggi og hefir tekið 4 högga forystu á Wells Fargo fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Samtals er Rory búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (70 67 61). „Þetta er einfaldlega völlur sem er að Lesa meira
GR: Óskar Bjarni og Hjörtur sigruðu í punktakeppni – Patrekur Nordquist var á besta skori á Opnunarmóti Korpu
Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Opnunarmót Korpu var haldið á Korpúlfsstaðvelli í dag og opnaði völlurinn formlega með mótahaldinu. Keppt var í punktakeppni með forgjöf í tveimur forgjafarflokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndir af Opnunarmótinu með þvi að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 170 og luku 167 leik þar af 19 konur og af þeim stóð Ásta Óskarsdóttir sig best, lék á 37 punktum en á besta skori kvenna var Halla Lesa meira
Opnunarmót Korpu – 16. maí 2015 – Myndasería
GB: Arnór Tumi og Pétur Sverris sigruðu á Vormóti GB Opið 2015
Golfklúbbur Borgarness hefur aldrei haldið „opið“ golfmót svo snemma sumar. Þrátt fyrir kuldabolann undanfarnar vikur hefur okkur tekist gera völlinn það verulega leikhæfan að það virtist ánægja á hverri brá hjá keppendum í Opna Vormóti GB í dag (nema sumir með skorið). Og aðsókn góð þrátt fyrir lokun Hvalfjarðarganga, en alls voru þátttakendur 34, þar af 9 kvenkylfingar, sem er gott hlutafall kvenkylfinga í móti. Heimamenn fóru næstum hamförum í græðgi til verðlauna eins og heimaríkir hundar. Besta skor: Arnór Tumi Finnsson GB, 5 yfir pari, 76 högg. Punktakeppni (verðlaun veitt fyrir efstu 3 sæti): 1. sæti Pétur Sverrisson GB fgj. 11 f. 21 s. 17 samtals: 38 punktar 2. sæti Lesa meira
Evróputúrinn: Ensk forysta f. lokahring Opna spænska
Það eru ensku kylfingarnir David Howell og James Morrison, sem eru í forystu fyrir lokahring Opna spænska. Báðir eru búnir að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum; Howell (71 69 69) og Morrison (70 71 68). Í 3. sæti er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna spænska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna spænska SMELLIÐ HÉR:
5 bestu pútterarnir á PGA
Hver skyldi nú pútta best á PGA mótaröðinni bandarísku, sterkustu mótaröð heims? Átt er við þann sem er með fæst pútt að meðaltali í mótum PGA. Gætuð þið nefnt besta púttarann eða 5 bestu púttara PGA í röð? Ef þið eruð ekki viss ættuð þið kannski að líta á samantekt Golf Travel, í myndum og máli. Byrjað er að telja þann sem er í 5. sæti og endað á besta púttaranum – Til að sjá SMELLIÐ HÉR:










