
NK: Guðmundur Örn sigraði í ECCO forkeppninni
Fyrsta mót sumarsins, ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í gær, 16. maí 2015. ECCO mótið er innanfélags-mót og er eins og venjulega sjálfstætt mót, en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbb-meistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í gær.
Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur framan af morgni og buðu uppá hægviðri og sól. Þegar líða tók á daginn dró þó fyrir um leið og það bætti töluvert í vindinn. Kylfingur mótsins var Guðmundur Örn Árnason, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í mótinu bæði með og án forgjafar. Guðmundur lék misfagurt en gott golf á hringnum þar sem meðal annars einn örn leit dagsins ljós. Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti – Guðmundur Örn Árnason, 68 högg
2. sæti – Oddur Óli Jónasson, 69 högg
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 70 högg
Höggleikur með forgjöf:
1. sæti – Guðmundur Örn Árnason, 67 högg
2. sæti – Kristján Björn Haraldsson, 67 högg
3. sæti – Hinrik Þráinsson, 68 högg
Nándarverðlaun:
2./11. braut – Einar Þór Gunnlaugsson, 2,70 metrar frá holu
5./14. braut – Felix Ragnarsson, 1,49 metrar frá holu
Texti: NK
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024