Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2015 | 16:45

Evróputúrinn: James Morrison sigurvegari Opna spænska!

Það var Englendingurinn James Morrison, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna spænska.

Morrison lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 71 68 69).

Í 2. sæti varð heimamaðurinn Miguel Ángel Jiménez, sem m.a. vann sér inn 288 Mahou bjóra í mótinu fyrir að fara holu í höggi!

Jiménez lék á samtals 6 undir pari 282 höggum og var því 4 höggum á eftir Morrison.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: