Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2015 | 06:15

PGA: Rory sigraði á Wells Fargo

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy sigraði á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, Charlotte, N-Karólínu í gær.

Alls spilaði Rory á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 67 61 69).

Sigur hans var sannfærandi því hann átti 7 högg á næstu keppendur þá Webb Simpson og Patrick Rodgers, sem léku báðir á samtals 14 undir pari.

Rory bætti heildarmetskorið í mótinu um 5 högg.  Þetta er 2. sigur hans á Wells Fargo og 11 sigur hans á PGA Tour.

Sjá má lokastöðuna á Wells Fargo með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Wells Fargo mótsins með því að SMELLA HÉR: