Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2015 | 16:30

Fyrsti örn ársins hjá Berglindi!

Hún Berglind Þórhallsdóttir, GR, brá sér í golf á nýopnaðri Korpunni, en Korpan opnaði í gær með pompi og pragt og glæsilegu innanfélagsmóti sem um 170 manns tóku þátt í.

Berglind fékk örn á 4. holu Korpunnar.

Um það skrifaði hún á facebook síðu sinni:

Fyrsti örninn í golfi kominn í hús 🙂 Gerðist á fjórðu holunni á Korpu í morgun, sá boltann ekki rúlla í holuna þar sem að ég hætti að horfa þegar ég sá að hann var komin inn á flöt en okkar frábæru spilafélagar sáu það 🙂 Trúði þessu samt ekki fyrr en ég sá boltann í holunni!

Golf 1 óskar Berglindi til hamingju með glæsiörninn!!!