
GK: Vikar sigurvegari hreinsunarmóts Keilis!
Frábær mæting var á Hreinsunarmót Golfklúbbsins Keilis, sem haldið var í gær laugardaginn, 16. maí 2015; þátttakendur voru 80 en aðeins 32 skiluðu inn skorkortum.
Golf 1 var á staðnum og má sjá eftirfarandi myndir úr mótinu SMELLIÐ HÉR:
Úrslitin voru annars eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti: Vikar Jónasson lék Hvaleyrina á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum!!!
Punktakeppni:
1. sæti Vikar Jónasson, 40 punktar
2. sæti Karl Ólafur Karlsson, 38 punktar (20 punktar á seinni 9)
3. sæti Benedikt Árni Harðarson, 38 punktar (17 punktar á seinni 9)
Sjá má úrslitin í heild á golf.is með því að SMELLA HÉR:
Segja má að veðrið hafi leikið við Keilismenn á þessum degi.
Eins og vanalega tóku félagar vel til hendinni.
Golfskálinn var þrifinn hátt og lágt, beðinn í kringum skálann hreinsuð og rusl tínt upp af vellinum.
Einnig mættu dómarar klúbbsins og fóru yfir golfvöllinn fyrir komandi sumar.
Sveinn í Fjarðarkaupum sá svo um grillið einsog vant er.
Eftir hádegi fóru allir í golf og leiknar voru 18 holur.
Félagsskírteinin eru tilbúin á skrifstofu og eru til afhendingar alla helgina.
Hvaleyrarvöllur kemur vel undan frosthörkunum í vetur og flatirnar og reyndar völlurinn allur ótrúlega fallegur, og frábær miðað við árstíma.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024