Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2015 | 17:05

GK: Vikar sigurvegari hreinsunarmóts Keilis!

Frábær mæting var á Hreinsunarmót Golfklúbbsins Keilis, sem haldið var í gær laugardaginn, 16. maí 2015; þátttakendur voru 80 en aðeins 32 skiluðu inn skorkortum.

Golf 1 var á staðnum og má sjá eftirfarandi myndir úr mótinu SMELLIÐ HÉR:

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti:  Vikar Jónasson lék Hvaleyrina á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum!!!

Punktakeppni:

1. sæti Vikar Jónasson, 40 punktar

2. sæti Karl Ólafur Karlsson, 38 punktar (20 punktar á seinni 9)

3. sæti Benedikt Árni Harðarson, 38 punktar (17 punktar á seinni 9)

Sjá má úrslitin í heild á golf.is með því að SMELLA HÉR: 

Segja má að veðrið hafi leikið við Keilismenn á þessum degi.

Eins og vanalega tóku félagar vel til hendinni.

Golfskálinn var þrifinn hátt og lágt, beðinn í kringum skálann hreinsuð og rusl tínt upp af vellinum.

Einnig mættu dómarar klúbbsins og fóru yfir golfvöllinn fyrir komandi sumar.

Sveinn í Fjarðarkaupum sá svo um grillið einsog vant er.

Eftir hádegi fóru allir í golf og leiknar voru 18 holur.

Félagsskírteinin eru tilbúin á skrifstofu og eru til afhendingar alla helgina.

Hvaleyrarvöllur kemur vel undan frosthörkunum í vetur og flatirnar og reyndar völlurinn allur ótrúlega fallegur, og frábær miðað við árstíma.