Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 07:15

Eimskipsmótaröðin 2015: Rástímar f. Securitasmótið í Eyjum

Leiknar verða 36 holur á fyrsta keppnisdeginum á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst á föstudaginn 29. maí í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að þriðji hringurinn verði leikinn laugardaginn 30. maí og verður ræst út frá kl. 6.00 þann dag. Þetta er gert vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir laugardaginn. Lokaákvörðun um framvindu mótsins verður tekin þegar veðurspár skýrast enn frekar. Rástímana á fyrsta keppnisdeginum má sjá með því að SMELLA HÉR:  Föstudagur: 1. hringur. Rástímar: 07:30 – 12:00, ræst út á 1. og 10. teig. Föstudagur: 2. hringur. Rástímar: 13:30 – 18:00, ræst út á 1. og 10. teig. Laugardagur / Sunnudagur: 3. hringur. Rástímar frá kl. 06:00. Ræst út frá á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 07:00

Toyota: Bíll í verðlaun f. ás!!!

Í dag, 28. maí 2015,  fer fram skemmtilegur leikur í verslun ZO-ON í Kringlunni. Þeir sem eru með 5 eða hærra í forgjöf geta keppt í 4 forgjafarflokkum: Flokkur 1: 5-10; Flokkur 2: 10-15; Flokkur 3: 15-20 og Flokkur 4 20 og yfir. Þeir fjórir sem verða efstir í hverjum flokk komast áfram í aðalkeppnina og eiga þá möguleika á að vinna Toyota Aygo Xplay að verðmæti 2.230.000,- Aðalkeppnin fer síðan fram á Sæbrautinni 30. maí kl. 10-14. Keppendur munu slá út á sjó á 200 m braut. Sá fyrsti sem fer holu í höggi verður eigandi nýrrar Toyota Aygo Xplay. Einnig verður opin 150 m braut fyrir gesti og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2015 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Ísleifsson – 27. maí 2015

Það er Sveinn Ísleifsson sem er afmæliskylfingar dagsins. Sveinn er fæddur 27. maí 1990 og á því kvart úr aldar afmæli í dag. Sveinn Ísleifsson  (25 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead f. 27. maí 1912 (hefði orðið 103 ára) d. 23. maí 2002; Alda Steinunn Ólafsdóttir, 27. maí 1944 (71 árs);  Vaughan Somers, 27. maí 1951 (64 ára); Sveinn Reynir Sveinsson 27. maí 1960 (55 ára); Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997 (18 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2015 | 18:00

GVS: Styrktarmót fyrir sveitir GVS n.k. laugardag

Laugardaginn 30 mai mun verða stórskemmtilegt styrktarmót fyrir sveitir GVS. Við höfum fengið til liðs við okkur frábær fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið. Vinningar verða veittir fyrir fyrstu 3 sætin í höggleik. Fyrstu 3 sætin í punktakeppni auk þess verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í þremur efstu sætunum í kvennaflokki. Nándarverðlaun á 3 og 8 holu sem og verðlaun fyrir þá sem hafna í 9 og 12 sætinu. Púttkeppni verður í boði og verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæði fyrir punkta og höggleik. Verðlaun fyrir höggleik 1. Gisting og golf á Hamri Borgarnesi 2. Flugger málning + gjafabréf í bauhaus 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Herborg Arnarsdóttir – 26. maí 2015

Það er Herborg Arnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd 26. maí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason, 26. maí 1954 (61 árs); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (56 ára); Jamie Spence, 26. maí 1963 (52 ára); Jóhanna Vigdís Arnardóttir, 26. maí 1968 (47 ára);  Gunnar Hansson, 26. maí 1971 (44 ára) og Andri Már Óskarsson, 26. maí 1991 (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 14:00

Íslandsbankamótaröðin: Sigurlaug Rún sigurvegari í stúlknaflokki!!!

Það var Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Golfklúbbnum Keili, sem stóð uppi sem sigurvegari í stúlknaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Alls voru 13 þátttakendur í stúlknaflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Sigurlaug Rún leiddi á mótinu í heildina eftir fyrsta dag, sem er stórglæsilegt. Heildarúrslitin í stúlknaflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 eru eftirfarandi:  1 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 8 F 42 41 83 11 72 81 83 236 20 2 Saga Traustadóttir GR 6 F 37 40 77 5 82 78 77 237 21 3 Eva Karen Björnsdóttir GR 7 F 39 38 77 5 82 79 77 238 22 4 Hafdís Alda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 13:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Björn Óskar sigraði í piltaflokki!!!

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í piltaflokki 17-18 ára á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór hjá GL á Garðavelli á Akranesi. Alls luku 36 keppni í piltaflokki og var sá flokkur fjölmennastur á Íslandsbankamótaröðinni að þessu sinni. Heildarúrslit í piltaflokki urðu eftirfarandi: 1 Björn Óskar Guðjónsson GM 2 F 35 39 74 2 74 72 74 220 4 2 Hákon Örn Magnússon GR 5 F 40 35 75 3 74 72 75 221 5 3 Henning Darri Þórðarson GK 1 F 37 38 75 3 77 77 75 229 13 4 Vikar Jónasson GK 5 F 39 41 80 8 74 75 80 229 13 5 Patrekur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 12:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Gerður Hrönn sigraði í telpnaflokki!!!

Það var Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem sigraði í telpnaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2015.  Gerður Hrönn átti 2 högg á næsta keppanda. Efstu 3 af 8 keppendum í telpuflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:  1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 164 högg (82-82) +20 2. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 166 högg (83-83) +22 3. Zuzanna Korpak, GS 179 högg (88-91) +35 Heildarúrslit í telpnaflokki: 1 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 12 F 42 40 82 10 82 82 164 20 2 Ólöf María Einarsdóttir GHD 5 F 41 42 83 11 83 83 166 22 3 Zuzanna Korpak GS 17 F 43 48 91 19 88 91 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 11:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Ingvar Andri sigurvegari í drengjaflokki!

Það var Ingvar Andri Magnússon, GR sem sigraði á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í ár, 2015. Sigur hans var býsna sannfærandi því hann átti 6 högg á næsta keppanda. Lokastaða efstu 3 í drengjaflokki var eftirfarandi: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 150 högg (78-72) +6 2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 156 högg (76-80) +12 3. Birkir Orri Viðarsson, GS 160 högg (78-82) +16 4. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 162 högg (84-78) +18 5. Viktor Ingi Einarsson, GR 162 högg (78-84) +18 Þátttakendur í drengjaflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru 23, þ.e.  þeir sem luku keppni og var lokaheildarstaðan eftirfarandi: 1 Ingvar Andri Magnússon GR 3 F 36 36 72 0 Lesa meira