Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 09:00

Ian Poulter meiddur

Ian Poulter, 39 ára, sem aðeins í síðustu viku náði fyrsta topp-5 árangri sínum í 5 mánuði ætlaði að taka þátt í Irving en mun ekki tía upp fyrr en í næsta mánuði á Opna bandaríska í Chambers bay.

„Ég ætla ekki að keppa þessa viku í Texas, ég tognaði í ræktinni mánudaginn s.l., þannig að ég hef varann á og ætla ekki að taka neinar áhættur,“ sagði „einn ofmetnasti kylfingur á PGA“ (Poulter).

„Ég var farinn að hlakka til að spila golf í tvær vikur, að spila gott golf, þannig að þetta eru vonbrigði. Næsta mót verður @usopengolf,“ sagði Poulter á Twitter.

Það góða í þessu er að ef Poulter þurfti að missa af einhverju móti þá var þetta líklega besta mótið, þar sem yfirvofandi er að veðrið sitji strik í reikninginn.

Í þessum mánuði hafa næstum 12 tommur af úrkomu fallið á Dallas svæðinu (metið er 13,66 tommur árið 1992) og þar hefir rignt síðustu 19 af 25 dögum – og útlitið er fyrir meira regn í næstu viku – þannig að útlit eru fyrir að met falli …. e.t.v. ekki á golfmótinu en a.m.k. veðurlega séð.