Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 13:15

Hjón með ása á sömu holu!

Hjón frá  Michigan segja að þau hafi bæði fengið ás á sömu holu á sama hring!

Tony og Janet Blundy sögðu frá því í  Lansing State Journal að þau hefðu bæði fengið ása þegar þau voru í golfi s.l. sunnudag á Ledge Meadows golfvellinum í Grand Ledge, Michigan.

Þau segja að Tony, sem sló af gulum hafi fyrst fengið ás og síðan hafi Janet ekki getað verið minni maður og hitti beint ofan í holu af rauðum.

Tveir kylfingar sem ekki þekktu hjónin urðu vitni að atburðinum.

Skv. bandaríska Einherjaklúbbnum eru líkurnar á að áhugakylfingum takist þetta 26 milljónir á móti 1 (26.000.000:1)

Blundy-hjónin segjast spila a.m.k. 18 holur á viku.

Hér má sjá fréttina í Lansing State Journal þar sem hún birtist fyrst SMELLIÐ HÉR: