Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: Rory á 80!!!

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, átti erfiða byrjun á Opna írska, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og Rory er sjálfur styrktaraðili í.

Hann lék á 9 yfir pari, 80 höggum!!!

Rory fékk 5 skolla á fyrri 9 og missti önnur 4 högg á seinni 9.

Merkilegt er að Rory hefir ekki komist í gegnum niðurskurð á síðustu tveimur Opnu írsku mótum, sem hann hefir tekið þátt í!

1-Padraig

 

Það eru tveir sem deila forystunni eftir 1. dag Opna írska Pádraig Harrington og þýski kylfingurinn Maximilian Kiefer.  Báðir léku á 4 undir pari, 67 högugm.

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar,  sem allir eru 2 höggum á eftir forystunni þ.e. þeir Danny Willett frá Englandi, Argentínumaðurinn Emiliano Grillo og Daninn Sören Kjeldsen, sem allir léku á 69 á 1. hring  Royal County Down linksarans í Newcastle.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: