Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2015 | 07:00

Glæsilegur árangur í Skotlandi

Eftirfarandi frétt barst frá Ragnheiði Sigurðardóttur, móður Sigurðar Arnars sem fylgist með íslensku kylfingunum 6 í Skotlandi:

Glæsilegur árangur var hjá íslensku kylfingunum okkar.
Arnór (GHD) var í T2 sæti og keppir á morgun í Van Horn Cup. 
Ólöf (GHD) vann sinn flokk og keppir einnig á Van Horn Cup.
Elísabet (GKG) var T2 sæti, en þar sem stelpan frá Slóvakíu var með betra skor á seinni níu í dag þá keppir hún á Van Horn Cup.
Sigurður Arnar í flokki 13 ára keppir einnig á Van Horn Cup á morgun en efstu tveir frá Evrópu og efstu tveir frá the rest of the world komast áfram í hverjum aldurshópi.
Það er frábært að 3 Íslendingar skulu hafa komist áfram af 6. Við erum virkilega stolt af krökkunum sem stóðu sig frábærlega vel. Vellirnir eru góðir en vindurinn var svakalega erfiður og þá sérstaklega í dag þar sem það ringdi inn á milli.
Það verður skemmtilegur dagur (á morgun) í dag (föstudaginn 29. maí 2015) sem hefst kl 7:00.“

Sjá má lokastöðuna á US Kids mótinu í Skotlandi með því að SMELLA HÉR: