Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 11:00

6 við keppni á US Kids í Skotlandi

Sex íslenskir kylfingar eru nú við keppni á US Kids móti í Skotlandi.

Það eru þau Ólöf María Einarsdóttir GHD, Arnór Snær Guðmundsson GHD, Sigurður Arnar Garðarsson,GKG  Elísabet Ágústsdóttir,GKG  Kristófer Karl Karlsson GM og Kjartan Óskar Guðmundsson NK.

Leiknir verða þrír hringir og ráðast úrslit í dag, en mótið er haldið 26.-28. maí 2015.

Eftir 2 leikna hringi er Ólöf María efst í flokki 15-18 ára stúlkna og Elísabet í 2. sæti í þeim flokki.  Arnór Snær er í 4. sæti í piltaflokki 15-18 ára.  Kristófer Karl Karlsson er T-18 eftir 2 hringi í flokki 13 ára stráka; Sigurður Arnar í 20. sæti og Kjartan Óskar T-46 í sama flokki.

Fylgjast má með keppendum á lokahringnum með því að SMELLA HÉR: