Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2015 | 10:00

Rory gefur til góðgerðarmála – Myndskeið

Rory McIlroy tekur þátt í Opna írska sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Hann hefir m.a. tekið þátt í skipulagningu mótsins og haft frumkvæði að því að fá þekkta kylfinga til þess að taka þátt til þess að auka aðsóknina og áhugann á mótinu.

M.a. hefir hann fengið vin sinn Rickie Fowler til að taka þátt en þeir Rickie öttu kappi hvor við annan á Royal County Down í Walker Cup á sínum tíma.

En nr. 1 á heimslistanum (Rory) gefur líka tilbaka.

Sjá má myndskeið þar sem Rory segir að hluti af vinningsfé því sem hann vinnur sér inn á Opna írska muni renna til sjóðs sem hann stofnaði til hjálpar krabbameinssjúkum börnum á Írlandi (Daisy Fund), sem er hluti The Rory Foundation, sem styrkir hjálparþurfi börn um allan heim  með því að SMELLA HÉR: