Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Þrumuveður setti mótshald á lokamóti NCAA úr skorðum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR náði ekki að ljúka leik á þriðja hringnum á lokamóti NCAA NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Keppni var frestað vegna þrumuveðurs en Guðmundur hafði leikið 13 holur í gær á þriðja hringum.
GR-ingurinn sem keppir fyrir hönd ast Tennessee State háskólans í einstaklingskeppninni var á +3 eftir 13 holur í gær og samtals á +9 í 74. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hafði fengið þrjá skolla á hringnum í gær.

Guðmundur lék á 78 höggum á fyrsta hringnum þar sem hann fór m.a. holu í höggi og á öðrum hringnum lék hann á pari vallar.

Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið.

Til þess að sjá stöðuna á lokamóti NCAA SMELLIÐ HÉR: