Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2015 | 20:00

Williams aftur kaddý Scott!

Kylfusveinninn Steve Williams frá Nýja-Sjálandi er aftur genginn til liðs við Masters meistarann ástralska Adam Scott og mun verða á pokanum hjá honum í öllum 3 risamótunum.

Adam tókst að beita Williams fortölum til þess að vera aftur á pokanum hjá honum.

Williams verður á poka Scott á Opna bandaríska, Opna breska og PGA Championship í ágúst.

Hinn 50 ára Williams mun líka bera pokann fyrir Scott á Bridgestone Invitational tournament, vikuna fyrir US PGA Championship.

Scott sagði fyrrum kylfusveini sínum Mike Kerr upp enda hefir samstarfið ekki gengið að óskum.

Steve (Williams) var ákveðinn í að vera ekki í kaddýstörfum 2015 þannig að það þurfti að vera ansi sannfærandi en ég er mjög glaður að hann samþykkti að taka starfið að sér,“ sagði Scott í fréttatilkynningu.

Við höfum náð góðum árangri saman þannig að ég hlakka til að vera á linksurunum með Steve aftur.