Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 10:00

Rolex-heimslistinn: Nordqvist í 7. sæti!

Anna Nordqvist sigraði nú um helgina á ShopRite LPGA Classic, en við það fór þessi sænski draumakylfingur úr 14. sæti Rolex-heimslistans upp um 7 sæti eða í 7. sætið.

Sigurinn var fyrsti sigur Nordqvist á þessu keppnistímabili en sá 5. á ferli hennar.

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko lék ekki um helgina og missti við það svolítið af forskoti sínu á toppi Rolex-listans en Inbee Park nagar í hælana á henni, aðeins munar 0,16 stigum á þeim tveimur.

Á eftir Park koma þær (í réttri röð): Stacy Lewis (3. sæti), Hyo-Joo Kim (4. sæti), Shanshan Feng (5. sæti) og  So Yeon Ryu (6. sæti).

Brittany Lincicome er síðan í 8. sæti, Cristie Kerr í 9. sæti , Suzann Pettersen í 10. sæti  og Lexi Thompson fellur út af topp-10 í 11. sætið.

Nýliðinn Mirim Lee hækkaði sig í 12. sætið, meðan Michelle Wie og Amy Yang féllu í 13. og 14. sætið. Nýliðinn Sei Young Kim og golfdrottningin ástralska Karrie Webb eru enn á ný í 15. og 16. sæti.

Na Yeon Choi og Azahara Munoz skiptu um sæti, Choi fór upp í  17. sætið, og In Gee Chun og nýliðinn Minjee Lee reka lestina á topp-20 eru í 19. og 20. sæti.

Sjá má Rolex-listann í heild með því að SMELLA HÉR: