Rolex-heimslistinn: Nordqvist í 7. sæti!
Anna Nordqvist sigraði nú um helgina á ShopRite LPGA Classic, en við það fór þessi sænski draumakylfingur úr 14. sæti Rolex-heimslistans upp um 7 sæti eða í 7. sætið.
Sigurinn var fyrsti sigur Nordqvist á þessu keppnistímabili en sá 5. á ferli hennar.
Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko lék ekki um helgina og missti við það svolítið af forskoti sínu á toppi Rolex-listans en Inbee Park nagar í hælana á henni, aðeins munar 0,16 stigum á þeim tveimur.
Á eftir Park koma þær (í réttri röð): Stacy Lewis (3. sæti), Hyo-Joo Kim (4. sæti), Shanshan Feng (5. sæti) og So Yeon Ryu (6. sæti).
Brittany Lincicome er síðan í 8. sæti, Cristie Kerr í 9. sæti , Suzann Pettersen í 10. sæti og Lexi Thompson fellur út af topp-10 í 11. sætið.
Nýliðinn Mirim Lee hækkaði sig í 12. sætið, meðan Michelle Wie og Amy Yang féllu í 13. og 14. sætið. Nýliðinn Sei Young Kim og golfdrottningin ástralska Karrie Webb eru enn á ný í 15. og 16. sæti.
Na Yeon Choi og Azahara Munoz skiptu um sæti, Choi fór upp í 17. sætið, og In Gee Chun og nýliðinn Minjee Lee reka lestina á topp-20 eru í 19. og 20. sæti.
Sjá má Rolex-listann í heild með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024