
Smáþjóðaleikar settir í gær – golf meðal keppnisgreina í fyrsta sinn!
Smáþjóðaleikarnir voru settir í gær í Laugardalshöll á glæsilegri opnunarhátíð. Þetta er í annað sinn sem leikarnir fara fram í Reykjavík en árið 1997 var opnunarhátíðin á Laugardalsvelli og þá snjóaði á gesti. Hátíðin í gær var því undir þaki Laugardalshallar og var Þóra Arnórsdóttir kynnir. Páll Óskar Hjálmtýsson sá um að skemmta áhorfendum og gestum en hátíðin var í beinni útsendingu á RÚV.
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Marc Theisen, fulltrúi evrópsku Ólympíunefndarinnar, héldu ávörp en keppnin hefst í dag.
Keppt er í golfi í fyrsta sinn í sögunni á Smáþjóðaleikunum en þetta er í 16. sinn sem leikarnir eru haldnir. Keppnin fer fram á Korpúlfsstaðarvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Keppt er í einstaklings og liðakeppni. Keppnin hefst á morgun, miðvikudag, en landslið Íslands er þannig skipað: Kristján Þór Einarsson (GM), Haraldur Franklín Magnús (GR), Andri Þór Björnsson (GR), Sunna Víðisdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Karen Guðnadóttir (GS). Í liðakeppninni telja tvö bestu skorin í hverri umferð en alls verða leiknar 72 holur.
Ræst er út á Korpunni frá kl. 9.00 alla keppnisdagana:
Rástímar:
3. júní:
9.00 karlar:
10:00 konur:
4. júní:
9.00 karlar:
10:00 konur:
5. júní:
9.00 karlar:
10:00 karlar:
6. júní:
9.00: karlar:
10:00: konur:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge