Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2015 | 14:00

LET Access: Valdís Þóra lauk leik T-25

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék lokahringinn á Drøbak Ladies meistaramótinu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi í gær í Noregi. Mótið er hluti ef LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís endaði í 25. – 30. sæti af alls 113 keppendum á +8 (73-74-71). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.
Valdís Þóra er í 15. sæti á peningalista LETAS mótaraðarinnar en þetta var fimmta mótið sem hún leikur á þessu tímabili. Ólafía Þórunn er í 20. sæti á þessum lista en hún hefur einnig tekið þátt á fimm mótum.

Það er að miklu að keppa á LETAS mótaröðinn en fimm stigahæstu kylfingarnir fá keppnisrétt á sjálfri LET-Evrópumótaröð kvenna.

Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á stigalista LET Access mótaraðarinnar með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót á LET Access verður haldið 11. júní næstkomandi í Strasbourg í Frakklandi.