Fyrstu myndir af Rory og Ericu
Nú við verðlaunaafhendingu Opna írska, þar sem Rory var styrktaraðili, voru fyrstu meðfylgjandi myndir teknar af honum og kærustu hans Ericu Stoll saman, þar sem þau haldast í hendur. Rory tilkynnti í síðustu viku um samband sitt við Stoll, sem er 3 árum eldri en hann, en Stoll er 29 ára meðan Rory er nýorðinn 26 ára. Í síðustu viku sagði Rory að þau Stoll hefðu kynnst 2012, meðan hann var ennþá saman með Caroline Wozniacki og þau hefðu farið að deita fyrir um 6 til 7 mánuðum síðan þ.e. í nóvember/desember á s.l. ári, 2014. Rory sleit sem kunnugt er trúlofun sinni við Wozniacki í maí 2014 eftir að Lesa meira
LPGA: Nordqvist sigurvegari Shoprite!
Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist stóð uppi sem sigurvegari á Shoprite Classic mótinu í gær, 31. maí 2015. Hún lék á samtals 8 undir pari (67 69 69). Þetta er 5. sigurinn á ferli Nordqvist, sem er 27 ára. Í 2. sæti varð hollenski kylfingurinn Christel Boeljon aðeins 1 höggi á eftir Nordqvist. Þriðja sætinu deildu síðan nýliðinn Kelly Shon og Morgan Pressel, sem búin er að vera ótrúlega óheppin þetta keppnistímabil en stöðugt í forystu í mótum en nær aldrei almennilega að landa sigri. Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: Bowditch vann í Texas!
Ástralski kylfingurinn Steven Bowditch stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Byron Nelson á Four Seasons Resort í Irving, Texas. Hann var í forystu allt mótið og var ekkert að gefa eftir. Bowditch lék á samtals 18 undir pari, 259 höggum og átti heil 4 högg á næstu menn þ.e. bandarísku kylfingana Jimmy Walker, Charley Hoffman og Scott Pickney sem deildu 2. sætinu. Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta frá 4. degi Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Kjeldsen sigraði!
Það var Daninn Sören Kjeldsen, sem bar sigur úr býtum á Opna írska. Kjeldsen lék Royal County Down á samtals 2 undir pari, 282 höggum líkt og þeir Eddie Peppernell og Bernd Wiesberger og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Kjeldsen sigraði í bráðabananum með fugli þegar á fyrstu holu meðan að hinir fengu báðir par. Þetta er fyrsti sigur Kjeldsen í 6 ár. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Opna írska lokadaginn SMELLIÐ HÉR:
English syrgir þjálfara sinn
Það eru margir sem snerta líf einstaklings á lífsbrautinni. Coach O (Oehmig þjálfi) var einn af þeim mönnum í lífi bandaríska kylfingsins Harris English. English er þungt um hjartað, en hann tók engu að síður ákvörðun um að spila í Byron Nelson mótinu, vitandi að það væri líklega það sem Oehming hefði viljað að hann gerði. Vinir og kunningjar Harris hins vegar fóru í jarðaför Oehmig, sem lést aðeins 63 ára, meðan hann var við stangveiðar. „Hann var örugglega einn mest heiðraði menntaskólagolfþjálfi sem til er, ég á honum mikils að þakka,“ sagði English. „Það skipti Coach O meira máli hversu vel við skemmtum okkur á golfvellinum,” sagði English. „Í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún Guðmundsdóttir – 31. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rún Guðmundsdóttir, GL. Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 45 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Mánudaginn 28. maí, 2012 tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af 96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt! Viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér Helga Rún Guðmundsdóttir · 45 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
GA: Kristján Benedikt og Einar Kristinn sigruðu á Opnunarmóti Jaðars
Opnunarmót Jaðars fór fram í gær laugardaginn 30. maí 2015. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1. sæti: Einar Kristinn Kristgeirsson með 39 punkta, 68 högg. 2. Sæti: Garðar Þormar Pálsson með 36 punkta, 96 högg. 3. Sæti: Gunnar Aðalgeir Arason með 35 punkta, 69 högg. Höggleikur: 1. sæti Kristján Benedikt Sveinsson á 66 höggum. Heildarúrslit (raðað upp eftir gengi í punktakeppni): Leikmaður Punktar Skor Einar Kristinn Kristgeirsson 39 68 Garðar Þormar Pálsson 36 96 Gunnar Aðalgeir Arason 35 69 Stefán Ólafur Jónsson 34 69 Andrea Ýr Ásmundsdóttir 34 74 Aron Elí Gíslason 33 67 Mikael Guðjón Jóhannsson 31 86 Arnór Dagur Dagbjartsson 31 101 Ragnheiður H Ragnarsdóttir 31 103 Víðir Steinar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Kelly Shon (36/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 11.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þær sem urðu T-10 þ.e. Kelly Shon og Nanette Hill. Í dag verður Shon kynnt. Shon lék á samtals 6 undir pari, 354 höggum (71 75 68 68 72). Kelly Shon (á kóreönsku Woo Jung Shon) fæddist 9. mars 1992 og er því 23 ára. Kelly byrjaði að Lesa meira
EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 19. sæti
Þórður Rafn Gissurarson, GR, endaði í 19. sæti á þýsku EPD-Pro-Golf mótaröðinni á móti sem fram fór í Þýskalandi. GR-ingurinn lék hringina þrjá á 211 höggum eða 70-67-74 eða -5 undir pari. Sigurvegarinn lék á -15 á þessu móti en Pro-Golf mótaröðin er í hópi mótaraða sem eru í þriðja sæti yfir styrkleika mótaraða í Evrópu, á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfu flaggskipinu, Evrópumótaröðinni. Þetta var ellefta mótið hjá Þórði á þessu tímabili á mótaröðinni og fjórði besti árangur hans. Besti árangur hans er 8. sæti og sá næst besti er 10. sæti. Hann er í 31. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
LPGA: Morgan Pressel heldur forystu í hálfleik Shoprite – Hápunktar 2. dags
Bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel heldur forystunni í Shoprite mótinu. Hún er búin að spila á 7 undir pari, 135 höggum (66 69). Í 2. sæti er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist, aðeins 1 höggi á eftir. Fimm deila 3. sætinu þ.á.m. Kelly Shon nýliði, sem kynnt verður síðar í dag. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shoprite SMELLIÐ HÉR:










