Sæti strákurinn í litríku golffötunum
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2015 | 11:00

Fowler ánægður á Írlandi

Þrátt fyrir erfiðar keppnisaðstæður þá sagðist Rickie Fowler hafa notið keppninnar á Dubai Duty Free Irish Open nú um helgina.

Það voru einkum vindar og rigning sem settu strik í reikninginn hjá keppendum á Royal County Down og voru aðeins 5 keppendur á heildarskori undir pari í keppninni.

Þrátt fyrir það mættu 80.000 manns til þess að fylgjast með heimamanninum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem styrkti mótið en náði sjálfur ekki að komast í gegnum niðurskurð.

Ég átti frábæran tíma … áhangendurnir voru æðislegir á einum uppáhaldsvalla mínum í heiminum,“ sagði Fowler í viðtali við irishtimes.com.

„Það var virkilega svalt að vinur minn Rory skyldi biðja mig um að koma og styðja stofnun hans.“

Það sem hann og stofnun hans gerðu í þessari viku fyrir mótið og allt sem þeir gera fyrir krabbameinsveik börn er ansi sérstakt. Ég er svo ánægður með að vera hluti af því og hlakka til að gera meira í sameiningu með honum (Rory).“

Vindurinn var sterkari en hann hefir verið en ég myndi ekki segja að hann væri meiri en hann er búinn að vera alla vikuna.“

A.m.k. vorum við þurr og þurftum ekki að hafa áhyggjur af ofurrigningum. Þetta var sanngjörn áskorun. En hún var erfið. Maður verður að eiga góð högg og hafa stjórn á boltanum.“

Fowler lauk keppni á samtals 7 yfir pari og varð T-30 – 9 höggum á eftir Sören Kjeldsen, sem sigraði í mótinu.