Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 19:00

Gísli á +4 e. 1. dag St. Andrews Trophy

Okkar maður Gísli Sveinbergsson GK er meðal keppanda á St.Andrews Links Trophy 2015.

Hann átti rástíma klukkan 13:50 í dag og 9:30 á morgun.

Þetta mót er eitt af flottari mótum á Bretlandseyjum og verður það haldið á hinu fræga golfsvæði St.Andrews.

Verða fyrstu tveir hringir í mótinu spilaðir á Jubilee vellinum.

Eftir 36 holur munu aðeins 40 keppendur komast áfram í gegnum niðurskurðinn.

Ef Gísli kemst í gegnum niðurskurðinn þá mun hann spila 36 holur á hinum fræga Old Course þar sem Opna breska meistaramótið verður haldið í ár.

Gísli lék á 4 yfir pari, 76 höggum í dag og er í 109. sæti af 144 þátttakendum og því fátt sem bendir til þess að hann muni komast í gegnum niðurskurðinn á morgun.

Golf 1 óskar Gísla alls hins besta og vonar að hann eigi draumahring á morgun!!!

Til þess að fylgjast með Gísla og gengi keppenda á St. Andrews Trophy SMELLIÐ HÉR: