Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Svíar á toppnum e. 2. dag Nordea Masters

Það eru tveir sænskir kylfingar sem leiða á heimavelli á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Nordea Masters.

Þetta eru þeir Jens Dantorp og Marcus Kinhult.

Báðir hafa þeir spilað PGA Sweden National á nákvæmlega sama skorinu; samtals 9 undir pari, 135 höggum; Dantorp (67 68) og Kinhult (67 68).

Þriðja sætinu deila Þjóðverjinn Maximilian Kiefer og enn annar Svíi Sebastian Söderberg, 2 höggum á eftir forystunni þ.e. á 7 undir pari, 137 höggum.

Hæst rankaði keppandi mótsins, Svíinn Henrik Stenson, sem er í 4. sæti heimslistans og ætlaði að bæta árangur sinn í mótinu, en besti árangur hans er 5. sætið, er T-34 og hefir hann samtals spilað á 2 undir pari (72 70) og lítur fátt út fyrir að honum takist ætlunarverk sitt.  Hann var í vandræðum með púttin í allan dag.

Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: