
Gríðarlegir yfirburðir hjá stelpunum okkar á Smáþjóðaleikunum
Íslenska kvennalandsliðið í golfi heldur sínu striki á Smáþjóðaleikunum en annar keppnisdagur af alls fjórum fór fram í dag.
Leikið er á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur / Sjórinn og Áin.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -4 samtals en hún lék á -1 í dag eða 71 höggi.
Guðrún átti frábæran lokakafla þar sem hún fékk þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum.
Guðrún er með sex högga forskot á Sophie Sandolo frá Mónakó sem er á +2 samtals en hún hefur leikið báða hringina á 73 höggum.
Karen Guðnadóttir er í þriðja sæti á +6 (77-73) og Sunna Víðisdóttir er þar á eftir á +8 (74-78).
Í liðakeppninni, þar sem tvö bestu skorin í hverri umferð telja, er íslenska liðið með gríðarlegt forskot – eða 24 högg.
Ísland er samtals á -1 eftir tvær umferðir, Mónakó kemur þar á eftir á +23 samtals og Lúxemborg er í þriðja sæti á +45.
Til þess að sjá stöðuna í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge