Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 07:00

Áhangandi Fowler fer út í á til að ná í bolta frá goðinu!

Krakkar hreint og beint elska bandaríska kylfinginn Rickie Fowler.

Einn lítill aðdáandi hans stökk barasta út í á, í Muirfield Village til þess að ná sér í bolta frá goðinu.

Í meðfylgjandi myndskeiði af atvikinu segir þulurinn að Rickie muni líklegast gjarna árita boltann.

Það er mikið sem áhangendur leggja á sig til þess að fá hluta af einhverju sem Rickie hefir snert eða gefur eins og t.d. „high five“, áritun á bolta eins og e.t.v. er í vændum fyrir þennan aðdáanda eða eiginhandaráritanir og þar fram eftir götunum.

Hér má sjá myndskeið af því þegar aðdáandi Rickie fer út í á á eftir bolta Rickie SMELLIÐ HÉR: