Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 18:34

LPGA: Cheyenne efst e. 1. dag Manulife ásamt Kerr og Kongkraphan

Tiger er kannski að dala en frænka hans og fyrrum liðsfélagi Ólafíu okkar Þórunnar Kristinsdóttur í bandaríska háskólagolfinu í liði Wake Forest, Cheyenne Woods,  er að gera það gott.

Cheyenne átti frábært skor í dag á 1. degi Manulife LPGA Classic mótsins.

Hún lék á 9 undir pari, 63 höggum og er í efsta sæti eftir 1. dag mótsins!

Á hringnum fékk Cheyenne 1 örn, 8 fugla og 1 skolla.

Tveimur öðrum tókst að jafna við Cheyenne þeim Cristie Kerr frá Bandaríkjunum og thailensku stúlkunni PK Kongkraphan sem báðar voru líka á 63 höggum og deila þær 3 því efsta sætinu eftir 1. dag.

Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, sem á eftir að ljúka leik.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: