Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2015 | 20:00

Birgir Leifur T-65 e. 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á Swiss Challenge, en mótið fer fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék á 1 yfir pari, 72 höggum ; fékk glæsiörn, 1 fugl, 2 skolla og því miður líka 1 skramba.

Sem stendur deilir Birgir Leifur 65. sætinu og er því yfir niðurskurðarlínu en þátttakendur í mótinu eru 156.

Efstur eftir 1. dag eru Englendingarnir Jack Senior og Gary Boyd, en báðir hafa spilað á 5 undir pari, 66 höggum.

Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR: