Steinn Auðunn og Sverrir Jónsson sigurvegarar í Læknagolfi 2015!
Í gær, föstudaginn 5. júní 2015 fór fram á Hvaleyrinni í Hafnarfirði hið árlega Læknagolf. Þátttakendur voru 24 þar af 1 kvenkylfingur Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, GK. Skemmst er frá því að segja að Steinn Auðunn Jónsson , GÖ sigraði í höggleiknum, lék á 8 yfir pari, 79 höggum! Í punktakeppninni sigraði Sverrir Jónsson, GR – var með 35 punkta. Úrslitin í heild í höggleiknum urðu eftirfarandi: 1 Steinn Auðunn Jónsson GÖ 6 F 36 43 79 8 79 79 8 2 Guðlaugur B Sveinsson GK 9 F 38 46 84 13 84 84 13 3 Þorbjörn Guðjónsson GR 7 F 40 44 84 13 84 84 13 4 Einar Einarsson GKG Lesa meira
GHH: Andrea og Magnús Sigurður sigruðu á Minningarmóti Gunnars Hersis
Í gær föstudaginn 5. júní 2015 fór fram minningarmót Gunnars Hersis Benediktssonar á Silfurnesvelli, á Höfn í Hornafirði. Góð mæting var í mótið – þátttakendur voru 44 og keppnisfyrirkomulag punktakeppni með forgjöf. Spilaðar voru 9 holur. Sigurvegari í punktakeppninni varð heimamaðurinn Magnús Sigurður Jónasson, GHH, sem fékk 19 punkta. Í 2. sæti í punktakeppninni urðu golfkennarinn góðkunni Andrea Ásgrímsdóttir, GO; Óli Kristján Benediktsson, GHH og Gestur Halldórsson, GHH; öll með 18 punkta. Andrea sigraði í höggleiknum var á 38 höggum. Úrslitin í punktakeppninni í heild voru eftirfarandi: 1 Magnús Sigurður Jónasson GHH 12 F 0 19 19 19 19 2 Andrea Ásgrímsdóttir GO 5 F 0 18 18 18 18 3 Lesa meira
PGA: Lingmerth leiðir e. 2. dag í Ohio
Það er Svíinn David Lingmerth sem leiðir eftir 2. hring Memorial mótsins. Lingmerth er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). Fast á hæla honum er Duff Daddy eins og hann er kallaður Vestra þ.e. Jason Dufner aðeins einu höggi á eftir á 11 undir pari. Þriðja sætinu deila Andy Sullivan frá Englandi og Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore; báðir á 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Dufner m/ás – Myndskeið
Jason Dufner notaði 6-járn á 201 yarda par-3 16. holu Muirfield golfvallarins á Memorial mótinu, sem fram fer í Ohio, þessa dagana. Og viti menn, hann fékk ás! Fyrir ásinn fékk Dufner ársafborganir af húsnæðislánum í verðlaun, sem greidd verða af fyrirtækinu Quicken Loans. Ásinn fleygði honum í 2. sætið, sem Dufner er í nú, á eftir Svíanum David Lingmerth. Dufner hefir gengið í gegnum erfiða tíma eftir skilnað sinn við konu sína Amöndu, en virðist nú vera að hjarna til og horfa fram á bjartari tíma. A.m.k. hefir hann ekki verið í forystu á PGA-móti í lengri tíma! Til þess að sjá stöðuna á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
PGA: Spieth m/16 m arnarpútt – Myndskeið
Masterssigurvegarinn í ár, Jordan Spieth átti glæsilegt 16 metra arnarpútt á 2. hring Memorial mótsins, sem fram fer í Ohio, sem stendur. Arnarpúttið setti Spieth niður á par-5 5. braut Muirfield vallarins. Sjá má arnarpútt Spieth með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á 2. degi Memorial mótsins með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Pettersen og Uribe leiða á Manulife í hálfleik
Það eru norska frænka okkar, Suzann Pettersen og Mariajo Uribe frá Kólombíu sem leiða eftir 2. keppnisdag Manulife LPGA Classic. Báðar hafa þær spilað á 13 undir pari, 131 höggi; Suzann (66 65) og Mariajo (65 66). Í þriðja sæti er bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, sem leiddie eftir 1. dag en hún er aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Fjórða sætinu deila síðan 6 kylfingar, m.a. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Yani Tseng og nýliði á LPGA Laetitia Baek, sem er fyrsti ísraelski kylfingurinn til þess að spila á LPGA. Hinar sem eru í 4. sæti eru: Victoria Elizabeth og Kim Kaufmann frá Bandaríkjunum og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu og Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2015 (2): Íslandsmótið í holukeppni – Staðan e. 1. dag
Það er ljóst að hvaða kylfingar komust áfram á Íslandsmótinu í holukeppni barna – og unglinga sem fram fer á Strandavelli á Hellu. Keppt er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og komast 16 áfram úr hverjum flokki – og leika þeir í holukeppninni sem hefst á laugardag. Sjá má þá sem mætast í 16-manna úrslitum á morgun, laugardag með því að SMELLA HÉR:
Fannar Ingi byrjar vel í Þýskalandi!
Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis lék vel á sterku áhugamannamóti sem fram fer í Þýskalandi, þ.e. German International Boys & Girls Amateur Championship 2015. Fannar, sem verður 17 ára á þessu ári, lék fyrsta hringinn á -1 eða 71 högg. Mótið fer fram á St. Leon Rot vellinum er þetta í 12. sinn sem þetta áhugamannamót fyrir börn – og unglinga fer fram. Fannar Ingi er í 11.– 19. sæti af alls 89 keppendum. Þess má geta að mót á Evrópumótaröð karla hefur farið fram á þessum velli með reglulegu millibili. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag German International Boys & Girls Amateur Championship 2015 SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur T-29 e. 2. dag!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Swiss Challenge, en mótið fer fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum í dag og flaug í gegnum niðurskurðinn. Samtals er hann búin að spila á 1 undir pari, 141 höggi (72 69), en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari. Efstur í mótinu sem stendur er Oliver Bekker frá Suður-Afríku, en hann hefir leikið á samtals 9 undir pari. Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR:
Guðrún Brá með yfirburði í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með yfirburði í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum. Eftir 3. dag hefir Guðrún Brá 6 högga forystu á þann keppanda sem næstur kemur en það er LET kylfingurinn Sophie Sandolo, frá Monaco. Guðrún Brá er líka sú eina sem spilað hefir samtals undir pari; en hún búin að spila á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 71 70). Í 3. sæti er Karen Guðnadóttir á samtals 9 yfir pari og í 4. sæti er Sunna Víðisdóttir á samtals 12 yfir pari. Íslenska kvenlandsliðið er langefst í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum SMELLIÐ HÉR:










