Kristján Þór Einarsson, GKJ með fyrsta högg dagsins kl. 7:30 þ. 29. júní 2014 – daginn sem hann varð Íslandsmeistari í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 17:00

Miklir yfirburðir Kristjáns Þórs á Smáþjóðaleikunum – á 64 höggum í dag!!!

Stigameistari GSÍ 2014, Kristján Þór Einarsson, GM hefir mikla yfirburði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum.

Hann er langefstur, búinn að spila samtals á 12 undir pari (68 69 64).

Í dag átti hann síðan stórglæsilegan hring upp á 7 undir pari, 64 högg og er þar með kominn með 9 högga forskot á næsta mann!!!  Frábært!!!

Íslensku strákarnir eru langefstir í liðkeppninni líka.

Haraldur Franklín Magnús er í 3. sæti á 2 undir pari og Andri Þór Björnsson er T-4 á 2 yfir pari.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á golfmótinu á Smáþjóðaleikunum með því að SMELLA HÉR: