PGA: Tiger lék á 85 höggum!!!
Tiger Woods átti hreint með afbrigðum, fáránlega lélegan hring – eitthvað sem maður trúði bara ekki að maður ætti eftir að sjá! Hann lék 3. hring á Memorial mótinu, þar sem hann rétt slapp í gegnum niðurskurð deginum áður á (42-43) eða heilum 85 höggum!!! Þetta er versti hringur á ferli Tiger! Samtals er Tiger búinn að spila á 12 yfir pari!!! (NB maðurinn er sá sem lengst hefir setið í efsta sæti heimslistans!!!) – en sem sagt 12 yfir pari, 228 högg (73 70 85) og er neðstur af þeim sem komust gegnum niðurskurð eða í 71. sæti. Á 3. hring Memorial lék Tiger á 13 yfir pari; Lesa meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi sigraði á Smáþjóðaleikunum – átti 33 högg á næsta lið
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér yfirburða sigur á Smáþjóðaleikunum í golfi sem lauk í dag á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í einstaklingskeppninni – en hún lék á -1 samtals og var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Karen Guðnadóttir varð þriðja á +14 samtals og Sunna Víðisdóttir varð fjórða á +15 samtals. Guðrún Brá var sú eina sem var með heildarskor undir pari!!! Ísland lék samtals á +8 og sigraði með 33 högg mun en Mónakó varð í öðru sæti á +41 samtals, og Lúxemborg varð í þriðja sæti á +101 samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum en þetta Lesa meira
Glæsilegur sigur íslenska karlalandsliðsins á Smáþjóðaleikunum – Kristján á besta skorinu!
Íslenska karlalandsliðið sigraði með yfirburðum í liðakeppninni á Smáþjóðaleikunum í golfi í dag á Korpúlfsstaðavelli sem lauk í dag. Ísland lék samtals á 14 höggum undir pari vallar og var 31 höggum betri en Malta sem varð í öðru sæti. Mónakó endaði í þriðja sæti á +29 samtals. Kristján Þór Einarsson sigraði í einstaklingskeppninni á -6 samtals en hann lék lokahringinn á 77 höggum í dag – eftir að hafa sett vallarmet í gær á 64 höggum. Sandro Piaget frá Mónakó varð annar á -2 samtals og Haraldur Franklín Magnús varð þriðji á pari vallar samtals. Andri Þór Björnsson varð fjórði á +2 samtals. Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í einstaklingskeppninni: Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2): Jón Otti sigraði í drengjaflokki – Aðalsteinn í piltaflokki
Það voru 8 keppendur í piltaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Svarfhólsvelli á Selfossi í dag. Sigurvegari varð Norðanmaðurinn Aðalsteinn Leifsson GA, á 2 yfir pari, 72 höggum og var hann jafnframt á besta skorinu yfir allt mótið. Í 2. sæti varð Atli Már Grétarsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en hann lék Svarfhólsvöll á 4 yfir pari, 74 höggum. Í 3. sæti varð loks Fannar Már Jóhannsson, GA á 5 yfir pari, 75 höggum, sem var reyndar sama skor og enn annar Norðanmaðurinn Víðir Steinar Tómasson var á; Fannar Már lék bara betur á seinni 9 var á 37 höggum meðan Víðir Steinar var á 39 höggum. Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (2): Nína sigraði í stelpuflokki – Thelma í telpuflokki
Nína Valtýsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í stelpuflokki á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar á Svarfhólsvelli í dag. Nína lék á 90 höggum. Glæsilegt!!! Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir á 92 höggum varð Kristín Sól Guðmundsdóttir, í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Í 3. sæti varð síðan Katrín Lind Kristjánsdóttir í Golfklúbbi Reykjavíkur á 105 höggum….. sem var sama skor og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á og deildu þær Katrín Lind því 3. sætinu. Sjá má heildarúrslit í stelpuflokki hér að neðan: 1 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 28 F 49 41 90 20 90 90 20 2 Kristín Sól Guðmundsdóttir GM 28 F 47 45 92 22 92 92 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Spennan magnast f. lokadag Íslandsmótsins í holukeppni
Glæsileg tilþrif sáust í dag á frábærum Strandavelli þegar annar keppnisdagur Íslandsmótsins í holukeppni á Íslandsbankamótaröð barna – og unglinga fór fram. Það var nokkuð um óvænt úrslit en undanúrslitaleikirnir fara fram í fyrramálið – og úrslitaleikirnir eftir hádegi. Keppt er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Allar upplýsingar um rástíma og annað má nálgast með því að SMELLA HÉR: Þessi mætast í 4 manna úrslitum á morgun: Piltaflokkur 17-18 ára: Hlynur Bergsson – Kristófer Orri Þórðarson, GKG Hákon Örn Magnússon – Tumi Hrafn Kúld, GA Stúlknaflokkur 17-18 ára: Elísabet Ágústsdóttir, GKG – Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK Eva Karen Björnsdóttir, GR – Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK Drengjaflokkur 15-16 ára: Arnór Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015: Ísak Örn sigraði í strákaflokki!
Þátttakendur í strákaflokki í Áskorendamótaröðinni voru 36 og voru langflestir þátttakendur í þessum flokki Sigurvegari varð Skagamaðurinn Ísak Örn Elvarsson, GL en hann lék Svarfhólsvöll á 8 yfir pari, 78 höggum. Glæsilegt hjá Ísak Erni!!! Í 2. sæti varð Aron Emil Gunnarsson, GM en hann lék á 13 yfir pari, 83 höggum. Aron Emil átti einmitt 14 ára afmæli í gær! Í 3. sæti í strákaflokki varð síðan Bjarni Freyr Valgeirsson, GR en hann lék á 15 yfir pari, 85 höggum og var á 41 höggi á seinni 9. Tveir aðrir í strákaflokki léku á 15 yfir pari, 85 höggum; Kristján Jökull Marinósson, GS (4.sæti – var á 43 höggum Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (2): Frábært mót í sól og blíðu!!!
Í dag fór fram 2. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. Að þessu sinni var leikið á Svarfhólsvelli á Selfossi – hjá Golfklúbbi Selfoss (GOS). Veðrið lék við þátttakendur, sól og blíða og maður gæti næstum trúað að sumarið væri loks komið! Skráðir voru 63 í mótið en 59 luku keppni þar af flestir eða 36 í strákaflokki; 12 í stelpuflokki; 2 í drengjaflokki; 1 í telpuflokki; 8 í piltaflokki en enginn þátttakandi var í stúlknaflokki. Golf 1 mun vera með sérstakar úrslitafréttir í 1) strákaflokki; 2) drengja + piltaflokki 3) stelpu og telpnaflokki.
Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (4/5)
Hér verður fram haldið kynningunni á Rickie Fowler: 2012 Í maí 2012, sigraði Fowler á the Wells Fargo Championship í Charlotte, Norður-Karólínu, en hann sigraði á 1. holu bráðabana. Það var 18. holan sem var spiluð aftur og þar bar Fowler höfuð og herðar yfir vin sinn Rory McIlroy og D. A. Points með fugli og vann þar með sinn fyrsta sigur á PGA Tour. Fowler var á 3 undir pari, 69 höggum á lokahringnum og voru þeir 3 framangreindu efstir og jafnir eftir 72 holu leik í Quail Hollow klúbbnum. Með þessum sigri komst Fowler meðal topp-25 á heimslistanum, en hann fór í 24. sætið, sem var það hæsta sem hann Lesa meira
Chris Kirk með ótrúlegt afturábak högg!
Chris Kirk hefir hingað til verið fremur óþekkt nafn á PGA Tour. Þó hefir hann sigrað í 4 mótum. Allir sem fylgjast með vita að hér er á ferðinni snjall kylfingur. Kirk vann m.a. Crowne Plaza Inv. á þessu ári – En fyrir þá sem ekki vita hver Kirk er SMELLIÐ HÉR: Svo virðist hann líka vera snjall í brelluhöggum eða svona allt að, a.m.k. er hann góður að bjarga sér úr erfiðum legum eins og meðfylgjandi myndskeið sýnir. Þar slær Kirk afturábak úr flatarkanti og á flöt – Sjá með því að SMELLA HÉR:










