Fannar Ingi í Kaliforníu
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 19:55

Fannar Ingi byrjar vel í Þýskalandi!

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis lék vel á sterku áhugamannamóti sem fram fer í Þýskalandi, þ.e. German International Boys & Girls Amateur Championship 2015.

Fannar, sem verður 17 ára á þessu ári, lék fyrsta hringinn á -1 eða 71 högg.

Mótið fer fram á St. Leon Rot vellinum er þetta í 12. sinn sem þetta áhugamannamót fyrir börn – og unglinga fer fram.

Fannar Ingi er í 11.– 19. sæti af alls 89 keppendum.

Þess má geta að mót á Evrópumótaröð karla hefur farið fram á þessum velli með reglulegu millibili.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag German International Boys & Girls Amateur Championship 2015 SMELLIÐ HÉR: