Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2015 | 03:00

PGA: Lingmerth leiðir e. 2. dag í Ohio

Það er Svíinn David Lingmerth sem leiðir eftir 2. hring Memorial mótsins.

Lingmerth er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65).

Fast á hæla honum er Duff Daddy eins og hann er kallaður Vestra þ.e. Jason Dufner aðeins einu höggi á eftir á 11 undir pari.

Þriðja sætinu deila Andy Sullivan frá Englandi og Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore; báðir á 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: