Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 23:00

LPGA: Pettersen og Uribe leiða á Manulife í hálfleik

Það eru norska frænka okkar, Suzann Pettersen og Mariajo Uribe frá Kólombíu sem leiða eftir 2. keppnisdag Manulife LPGA Classic.

Báðar hafa þær spilað á 13 undir pari, 131 höggi; Suzann (66 65) og Mariajo (65 66).

Í þriðja sæti er bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, sem leiddie eftir 1. dag en hún er aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.

Fjórða sætinu deila síðan 6 kylfingar, m.a. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Yani Tseng og nýliði á LPGA Laetitia Baek, sem er fyrsti ísraelski kylfingurinn til þess að spila á LPGA. Hinar sem eru í 4. sæti eru: Victoria Elizabeth og Kim Kaufmann frá Bandaríkjunum og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu og Pernilla Lindberg frá Svíþjóð.

10 högga sveifla var milli hringja hjá Cheyenne Woods, sem var meðal 3 forystukvenna í gær en hún náði ekki að fylgja glæsilegum 63-högga hring sínum betur eftir og er nú T-19.  PK Kongkraphan, sú þriðja af forystukonum 1. dags, sem einnig lék á 63 höggum í gær átti enn verri hring upp á 75 og er nú T-35.

Meðal frábærra kylfinga sem ekki náðu í gegnum niðurskurð að þessu sinni eru spænsku kylfingarnir Beatriz Recari, Azahara Muñoz og Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda; fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis og Ai Miyazato, Morgan Pressel og golfdrottningin Laura Davies. 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: