Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 19:49

Birgir Leifur T-29 e. 2. dag!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í  Swiss Challenge, en mótið fer fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum í dag og flaug í gegnum niðurskurðinn.

Samtals er hann búin að spila á 1 undir pari, 141 höggi (72 69), en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari.

Efstur í mótinu sem stendur er Oliver Bekker frá Suður-Afríku, en hann hefir leikið á samtals 9 undir pari.

Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR: