Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2015 | 02:00

PGA: Dufner m/ás – Myndskeið

Jason Dufner notaði 6-járn á 201 yarda par-3 16. holu Muirfield golfvallarins á Memorial mótinu, sem fram fer í Ohio, þessa dagana. Og viti menn, hann fékk ás!

Fyrir ásinn fékk Dufner ársafborganir af húsnæðislánum í verðlaun, sem greidd verða af fyrirtækinu Quicken Loans.

Ásinn fleygði honum í 2. sætið, sem Dufner er í nú, á eftir Svíanum David Lingmerth.

Dufner hefir gengið í gegnum erfiða tíma eftir skilnað sinn við konu sína Amöndu, en virðist nú vera að hjarna til og horfa fram á bjartari tíma.  A.m.k. hefir hann ekki verið í forystu á PGA-móti í lengri tíma!

Til þess að sjá stöðuna á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið af viðtali við Dufner eftir 2. hringinn þar sem hann fékk ásinn SMELLIÐ HÉR: