Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2015 | 19:30

Guðrún Brá með yfirburði í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með yfirburði í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum.

Eftir 3. dag hefir Guðrún Brá 6 högga forystu á þann keppanda sem næstur kemur en það er LET kylfingurinn Sophie Sandolo, frá Monaco.

Guðrún Brá er líka sú eina sem spilað hefir samtals undir pari; en hún búin að spila á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 71 70).

Í 3. sæti er Karen Guðnadóttir á samtals 9 yfir pari og í 4. sæti er Sunna Víðisdóttir á samtals 12 yfir pari.

Íslenska kvenlandsliðið er langefst í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna í kvennaflokki í golfi á Smáþjóðaleikunum SMELLIÐ HÉR: