Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 08:58

PGA: Tiger lék á 85 höggum!!!

Tiger Woods átti hreint með afbrigðum, fáránlega lélegan hring – eitthvað sem maður trúði bara ekki að maður ætti eftir að sjá!

Hann lék 3. hring á Memorial mótinu, þar sem hann rétt slapp í gegnum niðurskurð deginum áður á (42-43) eða heilum  85 höggum!!!   Þetta er versti hringur á ferli Tiger!

Samtals er Tiger búinn að spila á 12 yfir pari!!! (NB maðurinn er sá sem lengst hefir setið í efsta sæti heimslistans!!!) – en sem sagt 12 yfir pari, 228 högg (73 70 85) og er neðstur af þeim sem komust gegnum niðurskurð eða í 71. sæti.

Á 3. hring Memorial lék Tiger á 13 yfir pari; fékk  1 fugl, 6 skolla og 2 skramba,og einn hræðilegan fjórfaldan skolla á 18. braut; en hann lék 18. braut, sem er par-4 eins og byrjandi á 8 höggum!!!

Reyndar var Tiger ekki sá eini sem spilaði 3. hring illa  – risamótssigurvegarinn Lucas Glover, var á 82 höggum!

Tiger var paraður með PGA nýliðanum 24 ára Zac Blair, sem var mikill aðdáandi Tiger og hélt upp á 10 ára afmælisdaginn sinn með því að fylgjast með föður sínum, James Blair, sem var PGA Tour kylfingur spila – sama dag vann Tiger 3. risamót sitt í röð.

Zac sagðist alla ævi sína hafa viljað spila með Tiger og þótti leitt að Tiger hefði ekki spilað betur.  Eftir hringinn sagði Zac:

Mér fannst hann höndla þetta frábærlega.  Hann varð aldrei neitt yfir sig tilfinningasamur …. Hann skipti aldrei skapi eða var dónalegur …. Hann var súper kurteis við mig og vingjarnlegur.  Það var ánægjulegt að sjá það!“

Örugglega ekki auðvelt að kyngja þessu fyrir jafn frábæran og metnaðargjarnan kylfing sem Tiger er og þær raddir gerast háværari að hann eigi bara að fara að hætta þessu.

Sjá má stöðuna á The Memorial eftir 3. keppnisdag með því að SMELLA HÉR: