Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2015 | 13:00

Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (4/5)

Hér verður fram haldið kynningunni á Rickie Fowler:

2012
Í maí 2012, sigraði Fowler á the Wells Fargo Championship í Charlotte, Norður-Karólínu, en hann sigraði á 1. holu bráðabana. Það var 18. holan sem var spiluð aftur og þar bar Fowler höfuð og herðar yfir  vin sinn Rory McIlroy og D. A. Points með fugli og vann þar með sinn fyrsta sigur á PGA Tour.  Fowler var á 3 undir pari, 69 höggum á lokahringnum og voru þeir 3 framangreindu efstir og jafnir eftir 72 holu leik í  Quail Hollow klúbbnum. Með þessum sigri komst  Fowler meðal topp-25 á heimslistanum, en hann fór í 24. sætið, sem var það hæsta sem hann hafði komist í fram að þeim tíma.Vikuna þar á eftir á The Players Championship í Ponte Vedra Beach, Flórida, spilaði Fowler á 11 undir pari og átti fuglafæri sem hefði komið honum aðeins 1 höggi frá forystuanninum og þeim sem sigraði í mótinu, Matt Kuchar.  Fowler, ýtti pútti sínu til hægri og varð T-2, sem var 5. 2. sætis árangur á ferli hans.

Rickie Fowler

2014
Eftir að verða T-5 á Masters í apríl átti Fowler besta árangur sinn á Opna bandaríska á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu. Fowler varð í 2. sæti ásamt Erik Compton á heildarskori upp á 1 undir pari, sem var besti árangur beggja í risamóti.  Þeir tveir voru engu að síður 8 höggum á eftir sigurvegaranum, Martin Kaymer.

Fowler varð aftur í 2. sæti á Opna breska, sem fram fór í Royal Liverpool Golf Club í Hoylake, í Englandi. Hann hóf lokahringinn 6 höggum á eftir  Rory McIlroy og lauk keppni T-2 með Sergio Garcia, á heildarskori upp á 15 undi rpari, 2 höggum á eftir  McIlroy. Á næsta risamóti þessa árs, 2014,  PGA Championship, börðust Fowler, Phil Mickelson, Henrik Stenson, og Rory McIlroy um titilinn í Valhalla Golf Club, nálægt Louisville í ausandi rigningu.  Þrátt fyrir að vera í forystu mestallan daginn varð Fowler T-3.  Hann er aðeins 3 kylfingurinn ásamt Tiger og Jack Nicklaus til þess að hafa verið í 5. sæti eða betra í öllum 4 risamótum á einu og sama árinu, en hann er sá eini af þeim sem aldrei hefir sigrað í risamóti.  Kannski tími Fowler sé kominn?

Fowler var 10 sinnum á topp-10 á 2013-2014 keppnistímabilinu.   Áttunda sætið hans á The Tour Championship kom honum í 10. sæti heimslistans.