Fannar Ingi komst ekki í gegnum niðurskurð
Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis tók þátt í sterku áhugamannamóti sem fram fór í Þýskalandi, þ.e. German International Boys & Girls Amateur Championship 2015. Mótið stóð dagana 5.-7. júní 2015 og lauk í dag. Fannar, sem verður 17 ára á þessu ári, lék fyrsta hringinn á -1 eða 71 högg en seinni hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum og var því á samtals 5 yfir pari, í gær, þegar skorið var niður. 45 efstu sem voru samtals á 3 yfir pari eða betur komust áfram. Það munaði því 2 höggum að Fannar Ingi kæmist í gegnum niðurskurð og fengi að spila lokahringinn, sem fór fram í dag. Það Lesa meira
Birgir Leifur lauk keppni T-42!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Swiss Challenge, en mótið fór fram í Lucerne, Sviss og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Mótinu lauk í dag. Birgir Leifur lék samtals á 1 undir pari, 283 höggum (72 69 70 72). Fara þurfti fram bráðabani til þess að knýja fram úrslit en tveir voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik: þeir Gary Boyd og Daníel IM! Báðir höfðu spilað á samtals 11 undir pari, hvor. Par-4 18. hola Golf Sempachersee golfvallarins var spiluð aftur og þar fékk IM fugl en Boyd tapaði var með skolla! Sjá má lokastöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Noren sigraði á Nordea Masters
Það var Svíinn Alexander Noren sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, sem fram hefir farið s.l. 4 daga á PGA Sweden National. Noren lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 67 71) og átti 4 högg á næsta keppanda Danann Sören Kjeldsen, sem virðist vera í hörkustuði þessa dagana, en hann sigraði nú nýverið á Opna írska, þar sem sjálfur Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð! Kjeldsen var með 4 höggum umfram sigurvegarann þ.e. á 8 undir pari, 280 höggum (72 69 68 71). Fjórir deildu síðan 3. sætinu: Svíarnir Jens Dantorp og Sebastian Söderberg; Maximilian Kiefer frá Þýskalandi og Alexander Levy frá Frakklandi. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Waltersson – 7. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 44 ára í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (44 ára) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (69 ára); Stefanía M Jónsdóttir, GR, 7. júní 1958 (57 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (52 ára); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (36 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (29 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira
GB: Bjarki nýlentur frá Berlín á besta skorinu í Gevalíamótinu!
Gevalía opið var leikið í blíðskaparveðri í gær. Til hróss fyrir völlinn sáu GB-menn skor, sem þeir sjá sjaldan á Hamarsvelli, hvað þá svona snemma sumars. Fimm kylfingar náðu 40 pkt eða fleirum, sem er frábært. Og besta skor í mótinu eða 70 högg náði snillingurinn Bjarki Pétursson, nýlentur frá Berlin. GB-menn hafa auðvitað unnið að því í vor að gera völlinn þannig úr garði að hann henti breiðum hópi notenda og unnenda vallarins. Lækkað kargann, breikkað og lengt snöggslegnar brautir og fjarlægt „golfleiðinlega trjárunna“. En Hamarsvöllur verður áfram áskorun. Punktakeppni: 1.sæti: 40.000kr gjafabréf í Örninn golf Ólöf Þórey Eyjólfsdóttir GB 42 pkt. 2.sæti: 30.000kr gjafabréf í Örninn-golf Bergsveinn Símonarson GB 40 pkt. Lesa meira
GG: Helgi Dan og Björgvin sigruðu á Sjóaranum síkáta
Í gær fór fram Sjómannadagsmótið Sjóarinn síkáti í tengslum við samnefnda Sjómannahátíð í Grindavík. Mótið var punktamót, með og án forgjafar. Skráðir til leiks voru 72 en 60 kláruðu, þar af 4 kvenkylfingar en af þeim stóð sig best Laufey Valgerður Oddsdóttir, GR. Sigurvegari í punktakeppni án forgjafar var heimamaðurinn Helgi Dan Steinsson, GG, með 35 punkta. Í punktakeppni með forgjöf sigraði Björgvin Sigurðsson, GK, en hann var með 36 punkta. Í 2. sæti varð Bjarki Guðnason, GV með 35 punkta og í 3. sæti Halldór Ernir Smárason, GG með 34 punkta. Heildarúrslit í punktakeppni án forgjafar var eftirfarandi: 1 Helgi Dan Steinsson GG F 18 17 35 35 2 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Ljóst hverjir keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitla í holukeppni unglinga
Nú er orðið ljóst hverjir keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitla í holukeppni unglinga, en einmitt við birtingu þessarar fréttar kl. 12:30 fara fyrstu keppendur út í úrslitaleikjunum og keppninni um 3. sætið í Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Þessi keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitla: Stelpuflokkur 14 ára og yngri 12:30 Andrea Ýr Ásmundsdóttir g. Ölmu Rún Ragnarsdóttur, GKG Strákaflokkur 14 ára og yngri 12:38 Andri Már Guðmundsson g. Sigurði Arnari Garðarssyni, GKG Telpuflokkur 15-16 ára 12:46 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR g. Zuzönnu Korpak, GS Drengjaflokkur 15-16 ára 12:54 Arnór Snær Guðmundsson, GHD g. Kristjáni B. Sveinssyni, GA Stúlknaflokkur 17-18 ára 13:02 Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK g. Evu Karen Björnsdóttur, GR Piltaflokkur 17-18 ára Lesa meira
Gauti Grétars á besta skori í móti Sjúkraþjálfara!
Nú fyrir helgi, nánar tiltekið föstudaginn 5. júní 2015 fór fram Golfmót Sjúkraþjálfara á Gufudalsvelli í Hveragerði. Þátttakendur voru 24 þar af 11 kvensjúkraþjálfarar, sem er óvenjugott hlutfall kvenkylfinga í móti næstum 50%!!! Af kvenkylfingunum stóð Hulda Soffía Hermannsdóttir, GK sig best; lék Gufudalsvöll á 18 yfir pari, 90 höggum. Skemmst er frá því að segja að góðkunningi flestra afrekskylfinga, Gauti Grétarsson, NK, sigraði á Golfmóti Sjúkraþjálfara. Gauti lék Gufudalsvöll á 6 yfir pari, 78 höggum. Annar sjúkraþjálfari var á sama skori, Hilmar Þór Hákonarson, GB, lék hins vegar seinni 9 á fleiri höggum 40, meðan Gauti var á 37. Því varð Hilmar Þór í 2. sæti. Í 3. sæti Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2) – 6. júní 2015 hjá GOS – Myndasería
PGA: Rose efstur e. 3. dag í Ohio
Það er enski kylfingurinn Justin Rose sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring The Memorial sem leikinn verður í kvöld. Rose er með 3 högga forystu á næsta keppenda búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 67 66). Í 2. sæti á samtals 12 undir pari eru forystumaður gærdagsins David Lingmerth frá Svíþjóð og Ítalinn Francesco Molinari. Það eru því Evrópumenn sem raða sér í 3 efstu sætin. Það er ekki fyrr en í 4. sæti sem við finnum fyrir Bandaríkjamann, þ.e. Jim Furyk, sem búinn er að spila á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:










