Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2015 | 15:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (2): Frábært mót í sól og blíðu!!!

Í dag fór fram 2. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka.

Að þessu sinni var leikið á Svarfhólsvelli á Selfossi – hjá Golfklúbbi Selfoss (GOS).

Veðrið lék við þátttakendur, sól og blíða og maður gæti næstum trúað að sumarið væri loks komið!

Skráðir voru 63 í mótið en 59 luku keppni þar af flestir eða 36 í strákaflokki; 12 í stelpuflokki; 2 í drengjaflokki; 1 í telpuflokki; 8 í piltaflokki en enginn þátttakandi var í stúlknaflokki.

Golf 1 mun vera með sérstakar úrslitafréttir í 1) strákaflokki;  2) drengja + piltaflokki 3) stelpu og telpnaflokki.