Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2015 | 21:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2): Jón Otti sigraði í drengjaflokki – Aðalsteinn í piltaflokki

Það voru 8 keppendur í piltaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Svarfhólsvelli á Selfossi í dag.

Sigurvegari varð Norðanmaðurinn Aðalsteinn Leifsson GA, á 2 yfir pari, 72 höggum og var hann jafnframt á besta skorinu yfir allt mótið.

Í 2. sæti varð Atli Már Grétarsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en hann lék Svarfhólsvöll á 4 yfir pari, 74 höggum.

F.v.: Arnar Ingi Njarðarson, GR; Atli Már Grétarsson, GK sem varð í 2. sæti í piltaflokki f.m. og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, GOS t.h.. Mynd: Golf 1

F.v.: Arnar Ingi Njarðarson, GR; Atli Már Grétarsson, GK sem varð í 2. sæti í piltaflokki f.m. og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, GOS t.h.. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð loks Fannar Már Jóhannsson, GA á 5 yfir pari, 75 höggum, sem var reyndar sama skor og enn annar Norðanmaðurinn Víðir Steinar Tómasson var á;

F.v.: Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS; Aron Emil Gunnarsson, GOS, sem varð í 2. sæti í strákaflokki og Fannar Már Jóhannsson, GA. Mynd: Golf 1

F.v.: Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS; Aron Emil Gunnarsson, GOS, sem varð í 2. sæti í strákaflokki og Fannar Már Jóhannsson, GA, sem varð í 3. sæti í piltaflokki. Mynd: Golf 1

Fannar Már lék bara betur á seinni 9 var á 37 höggum meðan Víðir Steinar var á 39 höggum.

Víðir Steinar Tómasson, GA. Mynd: Golf 1

Víðir Steinar Tómasson, GA. Mynd: Golf 1

Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar hér að neðan:  

1 Aðalsteinn Leifsson GA 5 F 35 37 72 2 72 72 2
2 Atli Már Grétarsson GK 6 F 39 35 74 4 74 74 4
3 Fannar Már Jóhannsson GA 5 F 38 37 75 5 75 75 5
4 Víðir Steinar Tómasson GA 3 F 36 39 75 5 75 75 5
5 Arnar Ingi Njarðarson GR 7 F 37 41 78 8 78 78 8
6 Brynjar Örn Grétarsson GO 18 F 40 45 85 15 85 85 15
7 Nökkvi Alexander Rounak Jónsson GOS 15 F 42 45 87 17 87 87 17
8 Yngvi Marinó Gunnarsson GOS 15 F 46 44 90 20 90 90 20

Tveir keppendur voru í drengjaflokki og þar hafði Jón Otti Sigurjónsson, GO betur í viðureign sinni við Brynjar Guðmundsson, GR.

Jón Otti lék á 11 yfir pari, 81 höggi, en Brynjar Guðmundsson á 19 yfir pari, 89 höggum.

Jón Otti Sigurjónsson, GO. Mynd: Golf 1

Jón Otti Sigurjónsson, GO. Mynd: Golf 1