Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 22:00

Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn T-13 og Halldór T-86 e. 1. dag

Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára. Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+. Halldór og Sigurbjörn tóku báðir þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-63 e. 1. dag Empordá Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge. Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordà Golf, í Girona, á Spáni. Haraldur lék á 1 yfir pari, 71 höggi og er T-63 þ.e. deilir 63. sætinu með 21 öðrum kylfingi. (Þátttakendur í mótinu eru 156) Golf 1 óskar Haraldi velgengni í mótinu á morgun og vonar að hann komist gegnum niðurskurð! Eftir fyrsta dag eru það heimamennirnir Alejandro del Rey og Manuel Elvira, ásamt Finnanum Matias Honkala, sem deila efsta sætinu, en þeir komu allir í hús í dag á 4 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Empordá Challenge með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 19:00

LIV: Staðan eftir 1. dag

Í dag fór fram 1. mót af 8 í arabísku ofugolfdeildinni, LIV. Spilað er í Centurion Club, í London, dagana 9.-11. júní. Viðbrögð PGA Tour við þessu 1. móti LIV, voru þau að banna þeim 17 kylfingum sem eiga þátttökurétt á PGA Tour og taka þátt í mótum LIV, að taka þátt í nokkru af mótum PGA Tour mótaraðarinnar framvegis. Meðal þeirra, sem bannið tekur til er Phil Mickelson, sem átti að hafa lífstíðarspilarétt á PGA Tour og ætlaði að halda honum. Eftir 1. dag er staða efstu 10 kylfinga  á LIV eftirfarandi: 1 Charl Schwarzel 5 undir pari 2 Hennie Du Plessis 4 undir pari T3 Scott Vincent 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Keith Horne –——- 9. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Keith Horne. Horne er fæddur 9. júní 1971 í Durban, S-Afríku og fagnar því 51 árs afmæli. Hann var í Westville Boys’ High School í Westville, KwaZulu-Natal, í Suður-Afríku en sá menntaskóli er talinn vera á heimsklassa. Horne átti árangursríkan áhugamannaferil en gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann lék mestmegnis á Sólskinstúrnum s-afríska en einnig Asíutúrnum. Hann á í beltinu 12 atvinnumannssigra, þar af flesta á Sólskinstúrnum eða 9 talsins. Hann kvæntist kærustu sinni Karen 2000 og eiga þau tvö börn (fædd 2002 og 2007). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (54 árs); Sævar Ómarsson, GM,9. júní 1983 (39 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 13:30

Fylgist með Opnunarmóti LIV HÉR:

Sent er út frá Opnunarmóti LIV á nokkrum stöðum m.a. á Youtube. Kylfingarnir voru allir ræstir út á Centurion GC, í London með shotgun-starti þ.e. á sama tíma, þannig að ekki þarf að bíða eftir að einhver hefji leik. Þeir eru allir að spila og mótið tekur aðeins 4 tíma. Fylgjast má með 1. móti LIV með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 13:15

Hvert er verðlaunaféð á LIV mótaröðinni?

Ástæða þess hversu marga þekkta kylfinga nýja arabíska ofurgolfdeildin, LIV, náði í sínar raðir er að verðlaunafé er þar tölvuvert hærra en á PGA Tour og Evrópumótaröðinni (ens.: DP World Tour). Jafnvel þeim sem er í síðasta, eða 48. sætinu eru tryggðar tæpar 16 milljónir íslenskra króna, í einu móti! Segjum að það sé sami kylfingur sem alltaf verður í síðasta sætinu, en ef hann tekur þátt í öllum 8 mótunum, þá er hann tæpum 128 milljónum ríkari, bara á því að verða síðastur í 8 mótum, í leikslok. Ef annar kylfingur myndi sigra í öllum 8 mótunum, yrði hann hins vegar stjarnfræðilegum 4,25 milljörðum íslenskra króna ríkari á spili Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 12:30

Svör Norman aðspurður um morðið á Khashoggi

Í dag hefst fyrsta af 8 mótum nýrrar sádí-arabísk bakkaðrar ofurgolfdeildar, sem hlotið hefir nafnið LIV. NB: LIV er ekki skammstöfun á neinu, heldur er mynda stafirnir rómönsku töluna 54; sem er fjöldi hola sem spilaður verður í hverju móti. Þ.e. spilaðir eru 3 hringir en ekki 4 eins og á PGA Tour.  M.ö.o er þetta stytting vinnuvikunnar hjá kylfingum, sem spila á LIV og hækkun launa. Hver myndi ekki vilja þannig díl? Málið er það er bara eitthvað hjábragð af þessu öllu saman. Önnur skýring á 54 er að það er höggafjöldinn ef fenginn væri fugl á hverja holu par-72 vallar. Upphafsmót LIV fer fram á golfvelli Centurion GC Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2022 | 23:59

Nokkrir þekktir kylfingar spila í arabísku ofurgolfdeildinni LIV

Það var vitað mál að Phil Mickelson myndi spila í arabísku ofurgolfdeildinni, þar sem verðlaunafé er mun hærra en á PGA Tour. Jafnframt er vitað mál að þeir kylfingar sem lýsa því yfir að ætla að spila á mótum ofurgolfdeildarinnar, hafi fyrirgert spilarétti sínum á PGA Tour, sem m.a. sýndi sig í því að Mickelson tók ekki þátt í PGA Championship, til að reyna að verja titil sinn þar, nú í ár.  Hann hefir hins vegar lýst því yfir að hann ætli að halda í lífstíðarspilarétt sinn á PGA Tour, þó flestir, sem ætla að spila á LIV, og hafa spilað á PGA Tour ætli sér ekki að spila þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2022 | 18:00

NGL: Axel fékk ás á Thom­as Bjørn Sam­sø Classic mótinu

Atvinnumaðurinn Axel Bóasson, GK, fór holu í höggi á 8. holu vallar Samsø golfklúbbsins, í Danmörku, þar sem Thom­as Bjørn Sam­sø Classic-mót­ið, sem er hluti Ecco mótaraðarinnar í Nordic Golf League (skammst.: NGL) fer fram. Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu. Auk Axels eru það: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG og  Bjarki Pétursson, GB & GKG. Eftir fyrsta dag eru Axel og Bjarki T-5; léku báðir fyrsta hring á 4 undir pari, 68 höggum. Andri Þór er T-10, lék á 3 undir pari, 69 höggum. Aron Snær er sá eini sem er undir niðurskurðarlínu; en spáin nú er að hún verði við 1 undir pari.  Aron lék 1. hring á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Rós —–— 8. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Rós. Hún er fædd 8. júní 1981 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Dagbjörtu Rós til hamingju Dagbjört Rós – Innilega til hamingju með 41 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Illugastaðir Kaffihús, 8. júní 1913 (109 ára); Valdimar Sigurgeirsson, 8. júní 1956 (66 ára); John Restino, f. 8. júní 1963 (59 ára); Susan Smith, f. 8. júní 1963 (59 ára); Kathryn Christine Marshall (Imrie), 8. júní 1967 (55 ára); Dagbjört Rós, 8. júní 1981 (41 árs); Galvanic Spa, 8. júní 1988 (34 ára) … og Lesa meira